fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Þórlindur komst að hinu rétta fyrir nokkrum árum: ,,Blindaður af ást tók ég þá afdrifaríku ákvörðun“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. mars 2019 10:04

Þórlindur Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórlindur Kjartansson, pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu og hagfræðingur, segist hafa orðið fyrir því óláni ungur að árum að láta ástina blinda sig. Ástin varð til þess að Þórlindur fór að halda með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Þórlindur segir líkindi með því hvaða banka fólk stundar viðskipti við og að halda með liði í enskum fótbolta. ,,Í bankaheiminum er sagt að fólk sé ólíklegra til þess að skipta um viðskiptabanka heldur en maka,“ skrifar Þórlindur

,,Rétt eins og með bankaviðskiptin þá getur fólk dæmst af hálfgerðrivrælni til þess að byrja að halda með
liði í ensku knattspyrnunni án þess að sjá fyrir afleiðingarnar. Það er ómögulegt að vita hversu margir viðskiptavinir Íslandsbanka eru þar í dag vegna þess að þeir fengu á einhverjum tímapunkti gefinn sparibaukinn Trölla og þeir eru örugglega margir viðskiptavinir Landsbankans sem létu hinn litskrúðuga Sprota tæla sig í viðskipti.“

,,Í fótboltanum getur miklu ráðið hvaða lið eru í uppáhaldi inni á heimilinu—ef afinn eða foreldrarnir eru harðir stuðningsmenn liðs þá er líklegt að það smitist yfir á börn og barnabörn. Og svo getur tímabundið gott gengi tiltekinna liða dæmt ungt fólk til ævilangrar tryggðar við vonlítinn málstað—eins og til dæmis fjölmargir íslenskir aðdáendur Leeds geta vottað um nú og tækifærissinnuð börn okkar daga sem halda með Man City munu geta staðfest næstu áratugi.“

Þórlindur var sex ára gamall þegar hann var skotinn í stelpu, ástin blindaði hann og það hefur haft áhrif á líf hans um ókomna tíð.

,,Sjálfur varð ég fyrir því óláni sex ára gamall að verða skotinn í stelpu sem hélt með Tottenham Hotspur. Blindaður af ást tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að taka umsvifalaust og óhikað upp aðdáun á sama liði án þess að hafa kynnt mér nánar forsendurnar. Þetta féll líka ágætlega að sérviskulegum háttum mínum sem þá þegar var farið að gæta, því nánast allir vinir mínir heldu með Liverpool eða Manchester United.“

Stelpan sem Þórlindur var skotinn í hafði aðrar ástæður en hann hafði gefið sér, þegar hún hélt með Tottenham.

,,Reyndar komst ég að því fyrir örfáum árum að þessi góðhjartaða stelpa hafði ekki byrjað að halda með Tottenham vegna þess að liðið væri gott—heldur einmitt vegna þess að það var svo lélegt og að enginn annar hélt með því. Hún vorkenndi þeim. Þessi aumingjagæska ber innræti þessarar sex ára stelpu auðvitað mjög fagurt vitni—en hún var þó ekki nógu aumingjagóð til að endurgjalda mér ást mína; mig grunar að hún hafi alltaf verið skotin í strákunum sem voru bestir í fótbolta. Kaldhæðnislegt, því ég sit eftir, dæmdur til þess að halda með liði sem varð síðast Englandsmeistari hálfum öðrum áratug áður en ég fæddist og sérhæfir sig þessi misserin í að hryggbrjóta aðdáendur sína með því að tapa ósennilegustu leikjum tímabilsins einmitt þegar raunveruleg von um titil er byrjuð að glæðast.“

Pistil Þórlinds má lesa í heild hérna.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga