fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Logi ætlaði að skjóta Bjarna Ben í kaf – Eyddi síðan færslunni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. mars 2019 12:29

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sem situr í stjórnarandstöðu á Alþingi, virðist ekki vera vel að sér í knattspyrnufræðunum. Logi birti færslu á Twitter í gær, sem hann eyddi síðan út.

Þar var Logi að gagnrýna Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins sem er lang stærsti flokkurinn á þingi. Logi var að gagnrýna Bjarna fyrir að láta Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð taka tímabundið við, sem dómsmálaráðherra.

Fyrir er Þórdís iðnaðar og nýsköpunarráðherra og sinnir nú tveimur verkefnum í ríkisstjórn. Þórdís varð dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen steig til hliðar fyrr í vikunni.

,,Ef Bjarni Ben stýrði Stjörnunni í fótbolta og bakvörðurinn væri rekinn útaf, léti hann framherjann líklega bæta við sig bakverðinum og hvíldi bekkinn.  – Skilvirk stjórnun?,“ skrifaði Logi.

Hann hefur líklega ekki áttað sig á því að þegar einstaklingur er rekinn af velli í knattspyrnu, þá kemur enginn inn í hans stað. Lið spilar þá manni færri, Sigurgeir Jónasson bendir á þetta. Ólíkt í stjórnmálum þegar einhver er „rekinn“ af velli, þá kemur einstaklingur í hans stað.

,,Ef þú ætlar að taka (frekar skrítna?) fótboltasamlíkingu á þetta mál, þá er allavega betra að þekkja fótboltareglurnar. Ef bakvörðurinn er rekinn út af þá kemur engin af bekknum inná,“ skrifar Sigurgeir en Logi hefur síðan eytt færslunni sem sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leituðu Valsmenn til verri leikmanns? – ,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins“

Leituðu Valsmenn til verri leikmanns? – ,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera