fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
433Sport

Gerrard sá til þess að mikilvægasti leikmaður Liverpool hætti við að fara til Arsenal

Victor Pálsson
Föstudaginn 15. mars 2019 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez, leikmaður Barcelona, var nálægt því að semja við lið Arsenal árið 2013 er hann var á mála hjá Liverpool.

Suarez hafði staðið sig vel á Anfield en Arsenal sýndi honum áhuga og vildi Úrúgvæinn færa sig um set.

Steven Gerrard, þáverandi fyrirliði liðsins, sannfærði Suarez hins vegar um að semja ekki við liðið.

,,Við komumst í Evrópudeildina þetta tímabil en við enduðum illa,“ sagði Suarez.

,,Ég var við það að fara til Arsenal, ég reyndi að neyða mig til að fara en Steven sagði við mig: ‘ég lofa því að ef þú verður áfram á þessu ári þá komumst við í gang á því næsta og þú kemst til Bayern, Barcelona eða Real Madrid. Vertu áfram í eitt ár því það er ekki betra fyrir þig að fara til Arsneal.“

,,Þetta var síðasta samtalið sem ég átti við Gerrard því þarna þá sagði ég umboðsmanninum mínum að ég væri búinn að taka ákvörðun um að vera áfram.“

,,Hann sannfærði mig. Þetta kom frá manneskju sem var ekki sam,a um mig og vildi það besta fyrir mig, einhver sem sá mig þjást á æfingum og sá mig sorgmæddan.“

,,Þetta voru orð frá sönnum fyrirliða sem hafði mikil áhrif og hjálpaði mér mikið.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bólgur í kringum kynfærið ástæðan fyrir ástandinu

Bólgur í kringum kynfærið ástæðan fyrir ástandinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er það sem Hamren ræðir mest við gullkynslóðina

Þetta er það sem Hamren ræðir mest við gullkynslóðina
433Sport
Í gær

Alfreð biður fólk um að bera virðingu fyrir vali Arons Einars: Þetta er ástæðan

Alfreð biður fólk um að bera virðingu fyrir vali Arons Einars: Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“