fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Tímavélin: Manchester United sigrar Meistaradeildina á ógleymanlegan hátt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. apríl 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 1999 sé leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður mun gleyma. Þar mættust Manchester United og Bayern Munchen í einhverjum eftirminnilegasta úrslitaleik sem spilaður hefur verið. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Manchester United eftir hreint út sagt ótrúlegar lokamínútur.

Leikurinn fór fram á miðvikudegi, þann 26. maí árið 1999. Dómari leiksins var enginn annar en Ítalinn Pierlugi Collina en úrslitaleikurinn fór fram á heimavelli Börsunga, Camp Nou, frammi fyrir rúmlega 90 þúsund áhorfendum.

Alex Ferguson, þjálfari Manchester United, þurfti að gera þó nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn. Liðið varð fyrir því áfalli að missa tvo lykilmenn liðsins í leikbann fyrir úrslitaleikinn en það voru þeir Paul Scholes og sjálfur fyrirliði liðsins, harðnaglinn Roy Keane. Ferguson brá því á það ráð að spila með þá David Beckham og Nicky Butt á miðri miðjunni. Ryan Giggs var færður yfir á hægri kantinn og Jasper Blomquist kom ferskur inn í liðið á vinstri kantinn. Peter Schmeichel tók við bandinu af Roy Keane, en Daninn var jafnframt að spila sinn síðasta leik fyrir félagið. Framherjar Manchester United í leiknum voru þeir Andy Cole og Dwight Yorke sem á þessum tíma voru vægast sagt stórhættulegt tvíeyki. Á bekknum voru þeir Teddy Shermingham og Ole Gunnar Solskjær og áttu þeir heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum.

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen á þessum tíma, var einnig með smá hausverk fyrir úrslitaleikinn.Vinstri bakvörður liðsins og franska landsliðsins, Bixante Lizarazu, og Giovane Élber voru báðir meiddir. Élber hafði verið meiddur í dágóðan tíma sem varð til þess Hitzfeld var farinn að spila með þrjá uppi á toppi. Sú framlína var þó ekki af verri endanum en hana skipuðu Mario Basler, Carsten Jancker og Alexander Zickler. Óhætt er að segja að reynsluboltinn Lothar Matthäus hafi dregið vagn liðsins á þessum tíma en markvörður liðsins, Oliver Kahn, var engu að síður fyrirliði liðsins í leiknum. Þjóðverjarnir spiluðu með fimm manna vörn en athygli vekur að allt byrjunarlið Bayern Munchen var skipað Þjóðverjum að undanskildum einum manni, varnar og Ghana-manninum Samuel Kuffour.

Þjóðverjinn Mario Basler kom Bayern Munchen yfir strax á 6. mínútu leiksins með marki beint úr aukaspyrnu eftir að Norðmaðurinn Ronny Johnsen hafði brotið klaufalega á risanum Carsten Jancker. Nokkurt jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Andy Cole náði þó að skapa sér tvö færi án þess að skora, þökk sé þéttri vörn Bayern og markvörslu Oliver Kahn.

Bayern Munchen byrjuðu seinni hálfleikinn þó af miklum krafti og stjórnuðu honum meira og minna. Mario Basler lét mikið af sér kveða, en þess má geta að eftir leikinn var hann útnefndur maður leiksins. Það er hreint út sagt lygilegt að Þjóðverjum hafi ekki tekist að bæta við marki í seinni hálfleik en enska liðið þakkaði bæði slánni og stönginni fyrir afskipti sín þar. Stefan Effenberg með skot í slá og Mehmet Scholl í stöng. Það leit þannig allt út fyrir að Bayern Munchen væru að klára leikinn, eða allt þangað til að tímaklukkan sló í 90:00 og aðstoðardómarinn tilkynnti að leiknar yrðu þrjár auka mínútur.Við skulum nefnilega ekki gleyma því að í seinni hálfleik hafði Alex Ferguson skipt þeim Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær inn á völlinn.

Strax á fyrstu mínútu uppbótatímans fengu Manchester United hornspyrnu sem David Beckham tók. Inn í teignum tjölduðu United-menn öllu til og Peter Schmeichel mættur. Bayern náði ekki að hreinsa boltann nægilega langt í burtu sem endaði með því að Sheringham stýrði skoti Ryan Giggs framhjá Oliver Kahn í marki Bæjara. Allt ætlaði um koll að keyra og áður en menn vissu af voru Manchester búnir að fá aðra hornspyrnu sem Sheringham framlengdi á Solskjær sem lúrði á fjær stönginni og potaði boltanum í þaknetið. Örfáum andartökum seinna flautaði Collina til leiksloka og 2-1 sigur United staðreynd. Sjón er sögu ríkari!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Í gær

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Í gær

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar