fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
433Sport

Félagið sem Kolbeinn er orðaður við sendir honum afmæliskveðju: Rifja upp sögulegt afrek hans

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson hefur yfirgefið lið Nantes í Frakklandi en hann rifti samningi sínum í síðustu viku. Kolbeinn hefur upplifað skelfilega tíma í Frakklandi en hann samdi við félagið árið 2015.

Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá Kolbeini sem hefur ekkert spilað á þessu tímabili. Hann hefur þó jafnað sig af meiðslunum en Nantes var ákveðið í að losa sig við framherjann.

Kolbeinn lék með AZ Alkmaar og Ajax í Hollandi áður en hann hélt til Frakklands og var duglegur að skora mörk.

Samvkæmt fréttum hefur AZ mögulega áhuga á því að fá Kolbein aftur í sínar raðir og félagið óskar honum til hamingju með afmælið í dag, hann fagnar 29 ára afmælinu sínu í dag.

AZ er ekki eina liðið sem er nefnt en franski miðillinn Butfootball talar um að Union Berlin í Þýskalandi hafi áhuga. Liðið spilar í næst efstu deild.

AZ rifjar upp magnað afrek Kolbeins frá 2011 þegar hann skoraði fimm mörk í einum og sama leiknum í sigri liðsins á VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni. Kolbeinn setti met yfir flest mörk í einum leik.

Mörkin fimm má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Solskjær las yfir leikmönnum United – Þetta sakaði hann þá um

Solskjær las yfir leikmönnum United – Þetta sakaði hann þá um
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Birkir ætlar að ganga frá því að Hannes komi í Val: ,,Tek nokkur samtöl og við klárum þetta“

Birkir ætlar að ganga frá því að Hannes komi í Val: ,,Tek nokkur samtöl og við klárum þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liðsfélagi Birkis var kýldur og margir óttast að stutt sé í hnífstungu: ,,Verða að fara að gera eitthvað“

Liðsfélagi Birkis var kýldur og margir óttast að stutt sé í hnífstungu: ,,Verða að fara að gera eitthvað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrra er hungur í landsliðinu: ,,Við ætlum okkur að fara á EM“

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrra er hungur í landsliðinu: ,,Við ætlum okkur að fara á EM“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnór er að sigra heiminn en er með báðar lappir á jörðinni: ,,Gefur manni auka kraft“

Arnór er að sigra heiminn en er með báðar lappir á jörðinni: ,,Gefur manni auka kraft“