fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
433Sport

Liverpool vann frábæran sigur og fer áfram – Barcelona skoraði fimm

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir leik gegn Bayern Munchen í kvöld.

Seinni leikur liðanna fór fram í kvöld í Þýskalandi en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Liverpool byrjaði vel í kvöld og komst yfir með marki frá Sadio Mane eftir undarlegt úthlaup Manuel Neuer í markinu.

Staðan var þó ekki 1-0 lengi en stuttu seinna varð Joel Matip fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir gestina.

Staðan var jöfn í hálfleik en á 69. mínútu tók Liverpool forystuna á ný er Virgil van Dijk kom boltanum í netið.

Mane skoraði svo sitt annað mark undir lok leiksins og gulltryggði Liverpool 3-1 sigur og er Bayern því úr leik.

Barcelona var í engum vandræðum með lið Lyon á sama tíma en fyrri leiknum þar lauk einnig með markalausu jafntefli.

Lyon átti aldrei möguleika á Nou Camp í kvöld og hafði Barcelona betur sannfærandi, 5-1 og fer áfram.

Bayern Munchen 1-3 Liverpool (1-3)
0-1 Sadio Mane(26′)
1-1 Joel Matip(sjálfsmark, 39′)
1-2 Virgil van Dijk(69′)
1-3 Sadio Mane(84′)

Barcelona 5-1 Lyon (5-1)
1-0 Lionel Messi(víti, 18′)
2-0 Philippe Coutinho(31′)
2-1 Lucas Tousart(58′)
3-1 Lionel Messi(78′)
4-1 Gerard Pique(81′)
5-1 Ousmane Dembele(90′)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkaþjálfarinn mun fylgja honum út um allt: Fær ekki að mæta aftur í yfirþyngd

Einkaþjálfarinn mun fylgja honum út um allt: Fær ekki að mæta aftur í yfirþyngd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Innkaupalisti Ferguson frá tíma hans hjá United lak út – Áhugaverð nöfn

Innkaupalisti Ferguson frá tíma hans hjá United lak út – Áhugaverð nöfn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Maradona handtekinn: Fyrrverandi segir hann skulda sér hundruð milljóna

Maradona handtekinn: Fyrrverandi segir hann skulda sér hundruð milljóna