fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
433Sport

Liverpool vann frábæran sigur og fer áfram – Barcelona skoraði fimm

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir leik gegn Bayern Munchen í kvöld.

Seinni leikur liðanna fór fram í kvöld í Þýskalandi en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Liverpool byrjaði vel í kvöld og komst yfir með marki frá Sadio Mane eftir undarlegt úthlaup Manuel Neuer í markinu.

Staðan var þó ekki 1-0 lengi en stuttu seinna varð Joel Matip fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir gestina.

Staðan var jöfn í hálfleik en á 69. mínútu tók Liverpool forystuna á ný er Virgil van Dijk kom boltanum í netið.

Mane skoraði svo sitt annað mark undir lok leiksins og gulltryggði Liverpool 3-1 sigur og er Bayern því úr leik.

Barcelona var í engum vandræðum með lið Lyon á sama tíma en fyrri leiknum þar lauk einnig með markalausu jafntefli.

Lyon átti aldrei möguleika á Nou Camp í kvöld og hafði Barcelona betur sannfærandi, 5-1 og fer áfram.

Bayern Munchen 1-3 Liverpool (1-3)
0-1 Sadio Mane(26′)
1-1 Joel Matip(sjálfsmark, 39′)
1-2 Virgil van Dijk(69′)
1-3 Sadio Mane(84′)

Barcelona 5-1 Lyon (5-1)
1-0 Lionel Messi(víti, 18′)
2-0 Philippe Coutinho(31′)
2-1 Lucas Tousart(58′)
3-1 Lionel Messi(78′)
4-1 Gerard Pique(81′)
5-1 Ousmane Dembele(90′)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær las yfir leikmönnum United – Þetta sakaði hann þá um

Solskjær las yfir leikmönnum United – Þetta sakaði hann þá um
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Birkir ætlar að ganga frá því að Hannes komi í Val: ,,Tek nokkur samtöl og við klárum þetta“

Birkir ætlar að ganga frá því að Hannes komi í Val: ,,Tek nokkur samtöl og við klárum þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liðsfélagi Birkis var kýldur og margir óttast að stutt sé í hnífstungu: ,,Verða að fara að gera eitthvað“

Liðsfélagi Birkis var kýldur og margir óttast að stutt sé í hnífstungu: ,,Verða að fara að gera eitthvað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrra er hungur í landsliðinu: ,,Við ætlum okkur að fara á EM“

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrra er hungur í landsliðinu: ,,Við ætlum okkur að fara á EM“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnór er að sigra heiminn en er með báðar lappir á jörðinni: ,,Gefur manni auka kraft“

Arnór er að sigra heiminn en er með báðar lappir á jörðinni: ,,Gefur manni auka kraft“