fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
433Sport

Hausverkur Hamren: Hvaða 23 leikmenn velur hann í sitt stærsta verkefni?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur Íslands fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 verður kynntur á morgun, fimmtudag, kl. 13:00

Erik Hamren er að fara í sitt stærsta próf, hann hefur ekki unnið leik með liðið í átta tilraunum.

Hamren gekk illa í Þjóðadeildinni og æfingaleikirnir fjórir hafa ekki gengið vel.

Áhugavert verður að sjá hvaða 23 leikmenn Erik Hamren velur í hóp sinn, mörg spurningarmerki eru sem verður áhugavert að sjá hvaða leið sá sænski fari.

Í varnarlínunni er spurningarmerki með Kára Árnason sem var ekki í hóp hjá Gençlerbirliği í síðustu umferð í Tyrklandi. Líklegt er þó að þessi mikilvægi hlekkur verði með.

Emil Hallfreðsson og Theodór Elmar Bjarnason eru meiddir á miðsvæðinu og verða ekki með.

Stærstu spurningamerkin eru í framlínunni þar sem Alfreð Finnbogason hefur verið meiddur, spili hann með Augsburg um helgina í Þýskalandi getur hann tekð þátt í leikjunum. Viðar Örn Kjartansson ákvað að taka sér frí frá landsliðinu og verður ekki með í þessu verkefni.

Jón Daði Böðvarsson hefur verið fjarverandi hjá Reading og ólíklegt er að hann verði valinn. Albert Guðmundsson hefur lítið verið að spila hjá AZ Alkmaar en ætti að vera í hópnum.

Þá er Kolbeinn Sigþórsson án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Nantes en hann hefur ekki spilað leik síðan í nóvember í síðasta verkefni hans með landsliðinu. Ólíklegt verður að telja að hann verði í þessum hópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bólgur í kringum kynfærið ástæðan fyrir ástandinu

Bólgur í kringum kynfærið ástæðan fyrir ástandinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er það sem Hamren ræðir mest við gullkynslóðina

Þetta er það sem Hamren ræðir mest við gullkynslóðina
433Sport
Í gær

Alfreð biður fólk um að bera virðingu fyrir vali Arons Einars: Þetta er ástæðan

Alfreð biður fólk um að bera virðingu fyrir vali Arons Einars: Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“