fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári skammar íslensku þjóðina: ,,Þurfum við að hætta að vera svona neikvæð og væla“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2019 10:50

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins segir að íslenska landsliðið þurfi að fara aftur í það sem virkaði til að snúa við slæmu gengi. Íslenska liðið hefur leik í undankeppni EM í næstu viku.

Íslenska liðið vann ekki landsleik á síðasta ári og undir stjórn Erik Hamren hefur ekkert gengið, hann hefur ekki unnið leik í starf.

Eiður Smári segir enga krísu vera, hann segir að Erik Hamren hafi tekið við liðinu á erfiðum tíma.

,,Við erum ekki í þjálfara krísu, það er samt ekki hægt að neita því að við höfum verið í lægð. Í raunin er ekki nein fyrirsögn, það sjá þetta allir. Áður en Erik Hamren, þá hafði liðið langur tími frá sigri. Við höfðum ekki unnið 7-8 leiki í röð, Hamren tók við á líklega erfiðasta tímapunkti sem hægt var að taka við íslenska landsliðinu,“ sagði Eiður Smári á X977 í morgun.

,,Landsliðið er búið að ná hæstu hæðum í sögunni, þegar þú hefur náð hæstu hæðum þá liggur leiðin einn daginn niður á við í einhvern tíma. Núna þarf að stoppa það að við séum á leið niður og vinna okkur upp aftur.“

Eiður Smári segir að íslenska þjóðin þurfi að hætta allri neikvæðni og styðja við bakið á liðinu.

,,Núna byrjar ný keppni, núna þurfum við að hætta að vera svona neikvæð og væla yfir öllu. Leyfum þessu bara að þróast, um leið og við vinnum 2-3 leiki, þá erum við frábær aftur.“

,,Það má segja að síðan að þessi þjálfari tók við, þá hefur verið rosaleg óheppni með meiðsli. Við þurfum að reyna að breikka hópinn, fleiri leikmenn að setja pressu á byrjunarliðið. Við þurfum að fara aftur í þar sem við vorum fyrir einu eða tveimur árum. Byrja þar og vinna okkur upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nú ólíklegt að hann taki við Liverpool og annað enskt félag komið inn í myndina

Nú ólíklegt að hann taki við Liverpool og annað enskt félag komið inn í myndina