fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Borat, sænskar kjötbollur eða Donald Trump? – Viðar hefur marga möguleika

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson er að öllum líkindum að yfirgefa herbúðir Rostov í Rússlandi fram að sumri. Morgunblaðið segir frá.

Viðar staðfesti við Morg­un­blaðið í gær að Rostov væri búið að fá til­boð í hann um láns­samn­ing frá sex fé­lög­um í þrem­ur lönd­um, Svíþjóð, Kasakst­an og Banda­ríkj­un­um.

Þar eru meðal annars Djurgår­d­en í Stokk­hólmi, Ast­ana í Kasakst­an og New York City í MLS deildinni.

Kasakst­an er hvað þekktast í vestrænum heimi fyrir að vera heimaland Borat, sem gerði vinsælasta kvikmynd. Í Stokkhólmi gæti Viðar úðað í sig sænskum kjötbollum og farið í IKEA, í New York gæti hann svo búið í heimalandi Donald Trump, jafnvel fengið sér íbúð í Trump turninnum.

„Sterk lið hérna í Rússlandi og í Tyrklandi vildu fá mig í janú­ar en ég gat ekki farið þangað sam­kvæmt regl­um vegna þess að það má ekki spila með þrem­ur liðum á sama tíma­bil­inu. Ég get hins­veg­ar farið til þess­ara þriggja landa þar sem nýtt tíma­bil í þeim er að hefjast eða er hafið á ár­inu 2019,“ sagði Viðar við Morg­un­blaðið í gær.

Viðar gekk í raðir Rostov síðasta sumar en hefur gengið illa að festa sig i sessi, hann hefur fengið fá tækifæri þrátt fyrir litla markaskorun liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga