fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
433Sport

Dómarinn: Hvað er að ungu kynslóðinni?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. mars 2019 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um er að ræða skoðunargrein sem birtst í síðasta tölublaði DV:

ÞAÐ líður að verkefni hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og líkt og undanfarna mánuði stefnir í að nokkra lykilmenn muni vanta vegna meiðsla. Það er áhyggjuefni hversu illa gengur að endurnýja liðið, frá árinu 2013 hefur liðið þurft að treysta meira og minna á sama kjarnann. Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa horfið á braut, en erfiðlega hefur tekist að fá nýja og yngri menn til að taka að sér lykilhlutverk og ábyrgð í liðinu. Þannig eru gamlir refir enn á sínum stað, það er ekkert betra í boði.

ÞAÐ verður að teljast slæmt ástand, að eðlileg endurnýjun í liðinu hafi ekki átt sér stað. Aðeins Arnór Sigurðsson virðist ætla að geta stimplað sig inn af yngri mönnum í bráð, hann spilar reglulega með CSKA Moskvu í sterkri deild, stendur sig vel og frammistaða hans hefur vakið athygli stærri liða. Arnór er aðeins 19 ára gamall og er vonarstjarna íslenska fótboltans, hann þarf samt meiri hjálp frá yngri mönnum ef gleðin í kringum fótboltann á að halda áfram á næstu árum. Bestu ár lykilmanna eru senn á enda.

ÞAÐ fögnuðu því flestir þegar Albert Guðmundsson, einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem íslenskur fótbolti hefur séð, gekk í raðir AZ Alkmaar. Hann yfirgaf stórlið PSV í Hollandi og færði sig yfir í minna lið, flestir töldu að þarna myndi stjarna Alberts skína skært. Dvöl hans hjá félaginu hefur valdið mér vonbrigðum. Albert verður 22 ára gamall í sumar og hefur aðeins spilað 1.064 mínútur í deildarkeppni með aðalliði, flestar af mínútunum koma með AZ. Sem dæmi má nefna að Gylfi Þór Sigurðsson hafði spilað rúmlega fimm sinnum meira í deildarkeppni með aðalliði á sama aldri.

ÉG vona að Albert fari að ná flugi með AZ, hann hefur hæfileika til að sigra heiminn, er í sterkri deild og hjá félagi sem er tilbúið til að gefa yngri mönnum tækifærið. Það væru vonbrigði ef Albert þyrfti að fara niður eina tröppu til viðbótar til að spila með aðalliði. Fleiri leikmenn hafa líka valdið vonbrigðum af kynslóðinni sem á að taka við Óttar Magnús Karlsson, Kristján Flóki Finnbogason, Alfons Sampsted, Júlíus Magnússon, Viktor Karl Einarsson, og Tryggvi Hrafn Haraldsson eru dæmi um leikmenn sem eru komnir miklu styttra á sinni leið sem knattspyrnumenn. Vonir stóðu til fyrir örfáum árum að þeir yrðu komnir miklu lengra. Ástæða þess að ég dreg Albert meira út fyrir sviga og skrifa meira um hann er að hæfileikarnir þar eru ótrúlegir, þeir skila mönnum þó aðeins hálfa leið, og nú þarf þessi öflugi piltur að hysja upp brækurnar og nýta hæfileikana til fullnustu.

Hörður Snævar Jónsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ógleði á æfingu landsliðsins á Spáni: ,,Djöfullsins skítalykt er þetta“

Ógleði á æfingu landsliðsins á Spáni: ,,Djöfullsins skítalykt er þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum