fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Aron er 18 ára Grindvíkingur á Tinder en notar myndir af Hallgrími: Kærasta hans er ósátt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður KA virðist vera yfir meðallagi myndarlegur en í annað sinn eru myndir hans notaðar á Tinder.

Þar eru tveir menn að sigla fölsku flaggi á þessu stefnumótarforriti og reyna að heilla stelpur með myndum af Hallgrími.

Hallgrímur sagði frá málinu á Instagram síðu sinni en Fótbolti.net fjallar meira um málið og ræðir við hann.

Kærasta Hallgríms er ósátt með þetta. ,,Þú sem ert að nota myndirnar hans Hallgríms á Tinder (það er líka einn annar í Danmörku) mátt gjöra svo vel og hætta því. Það er mjög auðvelt að fara með þetta lengra og komast að því hver þú ert. Hversu pathetic?,“ skrifar Mía Svavarsdóttir kærasta Hallgríms.

„Þetta er mjög steikt. Ég fékk bara send skilaboð í gær frá vinkonu kærustu minnar, þar sem hún sendir mér mynd af Tinder aðgang á nafninu Aron, 18 ára strák frá Grindavík, eða hann gefur sig allavega út fyrir að heita Aron og vera 18 ára. Það vill svo til að gæinn er með mynd af mér,“ sagði Hallgrímur um málið við Fótbolta.net.

Hallgrímur segir að þetta sé önnur ábendingin um svona mál en danskur strákur hafði notað myndir af sér.

„Hann hefur farið inná Instagram síðuna mína og náð í einhverja mynd sem honum hefur litist ágætlega á. Það er spurning hver tilgangurinn sé með þessu.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga