fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
433Sport

Garðar hneig niður og var settur í bráðaaðgerð: Svona leit pungurinn á honum út

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. mars 2019 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Garðar Gunnlaugsson sem ólst upp á Akranesi, gríðarleg pressa var á honum frá unga aldri enda bræður hans hetjur á Akranesi, Arnar og Bjarki.

Garðar upplifði slæmt tímabil með ÍA sumarið 2017 er liðið féll úr efstu deild. Framherjinn var mikið meiddur og ekki í sínu besta standi.

Hann lenti í hræðilegu atviki í leik gegn Leikni á því tímabili er annað eistað á honum sprakk eftir spark frá Brynjari Hlöðverssyni.

Vonbrigðasumar varð ekki betra eftir þessi óhugnanlegu meiðsli en Garðar kláraði samt sem áður leikinn í bikarnum með sprungið eista.

,,Þetta voru vonbrigði. Bæði fyrir mig persónulega og fyrir liðið. Ég meiðist rétt fyrir mót og lendi svo í því að fá þrisvar lungnabólgu yfir sumarið plús sprungið eista!“ sagði Garðar.

,,Þar er ég einmitt í þessari varnarvinnu sem ég talaði um áðan. Þar er Brynjar Hlöðversson að fara að skjóta fyrir utan teig hjá okkur. Þetta er í bikarleik gegn þeim [Leikni Reykjavík].“

,,Ég næ að stela boltanum af honum, rétt áður en hann skýtur. Hann sveiflar löppinni af fullum krafti upp í minn viðkvæmasta part.“

,,Ég hníg niður og gleymi því ekki að dómarinn kemur að mér og spyr hvort hann eigi að kalla á sjúkraþjálfarann. Ég segi við hann: ‘hvað í andskotanum á sjúkraþjálfarinn að gera í þessu? Á hann að spreyja einhverju á punginn á mér?’

Eins og greint var frá þá ákvað Garðar að klára leikinn en þurfti svo fljótt að fara í aðgerð því sársaukinn var gríðarlegur.

,,Ég harkaði þetta af mér og klára leikinn. Þarna var töluvert eftir af leiknum. Ég skoraði úr víti og við jöfnum. Svo tek ég framlenginguna líka.“

,,Eftir leikinn þegar ég kem inn í klefa þá fer ég að skoða áverkana og fæ nett áfall því pungurinn á mér basically bara svartur og fjórfaldur. Hann er að pumpa inn blóði þarna.“

,,Ég er settur í bráðaaðgerð daginn eftir þar sem eistað á mér er saumað saman. Þetta var örugglega versti sársauki sem ég hef fundið á ævinni. Flestir karlmenn sem hafa fengið létt bank þarna niðri geta tengt við það en þetta var aðeins meira. Það bara tekinn gamli skólinn á þetta og reima buxurnar aðeins fastar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag

Þetta gerðist síðast þegar Ísland heimsótti Andorra: Markaskorararnir báðir með á föstudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ógleði á æfingu landsliðsins á Spáni: ,,Djöfullsins skítalykt er þetta“

Ógleði á æfingu landsliðsins á Spáni: ,,Djöfullsins skítalykt er þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum