fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
433Sport

Garðar brjálaðist út í Hödda ,,skinku”: Drullaði yfir hann í sjónvarpi – „Þá áttaði ég mig á hvað ég hafði gert“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir. Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl. Gestur þáttarins að þessu sinni er Garðar Gunnlaugsson sem ólst upp á Akranesi, gríðarleg pressa var á honum frá unga aldri enda bræður hans hetjur á Akranesi, Arnar og Bjarki.

Garðar fer yfir ummæli sem hann lét falla árið 2012 er hann ræddi sjónvarpsmanninn og fyrrum knattspyrnumanninn Hörð Magnússon sem starfar á Stöð 2 Sport.

Hörður gagnrýndi Garðar í þáttunum Pepsi-mörkin sumarið 2012 og sagði hann hafa átt mjög slakan leik fyrir ÍA. Þau ummæli fóru alls ekki vel í Garðar sem taldi sig hafa spilað nokkuð vel í leiknum og var ekki lengi að opna Facebook í tölvunni.

,,Hvað er Höddi skinka að bulla í þessum pepsí mörkum, hann veit ekki rass um fótbolta!!! ótrúlegt að þessi maður hafi spilað í efstu deild. Og btw þarna majónessleikjan þín að þá spilaði ég 82 mín og fannst ég eiga bara ágætisleik og hana nú ;),“

skrifaði Garðar á Facebook.

„Ég tapaði ekki návígi og hljóp eins mikið og ég gat, veit ekki hvenær það er ekki talið til góðs. Kanski afþví hann gat aldrei hlaupið jack shit því það lak kókómjólk útúm rassgatið á honum“

Garðar var nýkominn heim eftir leikinn er hann kveikti á sjónvarpinu og heyrði ummælin þar.

,,Þetta var eftir, ég man ekki hvaða leikur þetta var en þetta var þannig tímabil að við vorum basically hlaupandi af okkur rassgatið alla leiki,“ sagði Garðar.

,,Ég var búinn að gera það í þessum leik og var varla búinn að snerta boltann en hljóp af mér rassgatið.“

,,Ég kom svo heim og er ekki búinn að fá mér að borða og nota það sem afsökun. Ég var ‘hangry’ og sest fyrir framan sjónvarpið, búinn að kveikja á grillinu og svo koma þeir og eru eiginlega að drulla yfir mig í sjónvarpinu.“

,,Ég sat með tölvuna í fanginu og þetta fór bara beint í hausinn á mér og beint í lyklaborðið. Svo slekk ég á tölvunni og er að horfa á sjónvarpið og mig minnir að ég hafi farið út í pool með hvort það hafi ekki verið Mark Donninger og einhverjir fleiri.“

Stuttu seinna þá tók Garðar eftir því hversu sterk ummælin höfðu verið en talað var um þau víðs vegar á internetinu.

Hann var ekki lengi að biðja Hörð afsökunar og var málið fljótt úr sögunni.

,,Svo lít ég á símann svona tveimur tímum seinna og það er allt orðið vitlaust. Þá áttaði ég mig á hvað ég hafði gert.“

,,Ég hringi í Hödda daginn eftir og bið hann afsökunar. Ég settlaði málið. Ég held að ég hafi bara ekki skrifað neitt á Facebook síðan án þess að ritskoða það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi
433Sport
Í gær

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara
433Sport
Fyrir 2 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra