fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Guðni gjörsigraði Geir: Svona skiptust atkvæðin

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, vann sannfærandi sigur þegar kosið var um formann KSí á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson bauð sig fram gegn sitjandi formanni.

Geir Þorsteinsson fékk 26 atkvæði en Guðni Bergsson fékk 119. Tveir skiluðu auðu. Guðni fékk 82 prósent atkvæði.

,,Þetta var slæmt tap í dag, ég er samt í góðu skapi,“ sagði Geir um niðurstöðuna.

,,Það er greinilega ykkar mat að ég eigi heima með Eggert og Ellerti,“ sagði Geir og átti þar við Eggert Magnússon og Ellert B Schram sem eru einnig heiðursformenn.

Geir var formaður sambandsins í tíu ár en lét af störfum fyrir tveimur árum, framboð hans um að snúa aftur fékk ekki gott brautargengi hjá aðildarfélögum KSÍ.

Guðni tók við starfinu fyrir tveimur árum og hefur nú endurnýjað umboð sitt, hann mun því sitja hið minnsta í fjögur ár sem formaður.

Geir er heiðursformaður KSÍ en hann fékk þá nafnbót fyrir tveimur árum. Hann verður áfram slíkur.

Nokkur hiti var í aðdraganda kosninga en að lokum var það Guðni sem hafði betur en vel var mætt á ársþingið sem fram fer á Hilton hótelinu í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi