fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Guðni eftir stórsigur á Geir: ,,Viðurkenning á mín störf“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 17:17

Guðni Bergsson er fyrrum formaður KSÍ og býður sig nú fram að nýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta er mjög sterkt umboð og viðurkenning á mínum og okkar störfum, bara stjórnarinnar. Ég er mjög sáttur og gott að vinna afgerandi sigur,“ sagði Guðni Bergsson eftir að hann var endurkjörinn formaður KSÍ í dag.

Guðni gjörsigraði Geir Þorsteinsson sem bauð sig fram gegn honum, Guðni fékk 119 atkvæði en Geir 26.

,,Ég held að þetta sé líka bara sigur fyrir þá stefnu og það sem við höfum verið að gera og hrint í framkvæmd. Við erum bara rétt að byrja þannig að þetta er bara mjög jákvætt fyrir okkur öll og mig sem formann.“

,,Fyrsta sterka vísbendingin var kannski, ég var bjartsýnn fyrir nokkru síðan en þessi könnun sem var gerð á Stöð 2 Sport sem sýndi afgerandi forystu, það gaf manni staðfestingu á því að þetta gæti allt farið vel.“

,,Kosningabaráttan var kröftug. Okkur var stillt dálítið upp í svona kappræðum og einvígum eins og má segja, ég held að þetta hafi verið fjögur viðtöl einn á einn og þá stundum verða málin aðeins heit og allt þetta. Ég held að okkur báðum hafi þetta fundist vera einum of. Þú kannski nærð ekki að halda allri stjórn því þú ert með samskiptamiðla og fleira sem blanda sér í umræðuna. Ég held að hún hafi að mestu á milli okkar verið málefnaleg, við reyndum að halda því þannig. Hún var heit á köflum og kannski snörp.“

,,Allir hafa skoðun og áhuga á fótbolta svo þetta náði langt út fyrir fótboltann.“

Hver eru næstu verk Guðna?

,,Næstu verkefnin eru svo mörg, við vorum að tala um að fá fleiri sjálfboðaliða til starfa og passa upp á það að við fáum fyrirtæki til að styðja við fótboltahreyfinguna í heild sinni. Vonandi kemst frumvarpið í gegn um endurgreiðslu á hluta kostnaðar íþróttamannvirkja, jöfnun á ferðakostnaði, Laugardalsvöllur og bara almenn þróun á okkar knattspyrnusviði og hjá aðildafélögunum. Listinn er óendanlega langur. Það verður gaman að takast á við hann og halda okkar striki.“

,,Mér fannst þetta vera kröftugt og skemmtilegt þing. Það setur þetta aðeins í samhengi þegar það eru kosningabaráttur og formannsslagir. Ég er orðinn reynslubolti í þeim, þetta var nú ekkert að gerast á árum áður. Nú hefur þetta verið tvisvar á tveimur árum og þetta tekur á en ég held að umræðan sem slík, sem ég þurfti að fara í gegnum og fótboltinn, hvaða leið við værum að stefna var jákvæð að mörgu leyti.“

Í fjárhagsáæltun KSÍ kemur fram að samþykkt sé að ráða yfirmann knattspyrnumála.

,,Það er bara sígandi lukka í því, í mínum huga var þetta aldrei spurning um einhverja mánuði til eða frá. Nú er ég enn meira viss hvað ég held að þetta myndi efla okkar starf og ég er ekki síður spenntur fyrir þessum vinkli, hvernig við vinnum með aðildafélögunum að hafa þekkinguna miðlægt og reyna að dreifa henni á aðildafélögin, ég held að það sé virkilega spennandi kostur bara fyrir okkur í fótboltanum, bæði innan KSÍ með landsliðinu og aðildafélögunum.“

,,Það verður ekki langt í það núna en við förum yfir málin á næsta stjórnarfundi og sjáum hvað fram vindur. Arnar er einn af mögulegum valkostum og við verðum bara að fara yfir sviðið. Við erum með nokkra umsækjendur og við þurfum að skoða hvernig við tökum málið áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast