fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
433Sport

Geir eftir stórt tap gegn Guðna: ,,Það er taktlaust að koma fram á þann hátt“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, vann sannfærandi sigur þegar kosið var um formann KSí á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson bauð sig fram gegn sitjandi formanni. Geir Þorsteinsson fékk 26 atkvæði en Guðni Bergsson fékk 119. Tveir skiluðu auðu. Guðni fékk 82 prósent atkvæði.

,,Á ekki að segja það að ég hafi fundið fyrir því að þetta væri brekka. Ekki hjálpuðu ýmis ummæli sem hafa fallið síðustu daga og hafa komið úr ýmsum áttum. Afskipti forseta UEFA hjálpuðu mér ekki,“ sagði Geir um málið þegar við ræddum við hann eftir kjörið.

Geir hefur fengið mikið af höggum í þessari baráttu en forseti UEFA, landsliðsmenn og dómarar hafa gagnrýnt störf hans þegar hann var formaður KSÍ áður.

,,Mér finnst ummælin óvægin. Ég er stoltur af mínum störfum fyrir íslenska knattspyrnu og get ekki gert meira en það.“

,,Ég og Guðni erum í sama liðinu, við vinnum fyrir íslenska knattspyrnusambandið og íslensku landsliðin. Ég sé það ekki sem góða þróun, ég virði að leikmenn hafi skoðun á mér, öðru eða Guðna eða hverju sem er innan knattspyrnusambandsins.“

,,Hugsið ykkur stöðuna ef fimm leikmenn lýsa stuðning við þennan og aðrir fimm við hinn og þeir eru að spila í sama liðinu. Þess vegna sagði ég að þetta væri taktlaust. Það er taktlaust að koma fram á þann hátt. Það var ekki til að mynda einingu innan okkar raða.“

Hvernig fór Geir inn í þessa baráttu og hvernig túlkar hann niðurstöðuna?

,,Ég er alltaf bjartsýnn, hvernig ætlarðu að leiða knattspyrnulið eða knattspyrnuþjóð án þess að vera bjartsýnn og fara af krafti inn í hvert einasta verkefni. Þannig er ég bara.“

,,Ég hef þá trú að mín sýn hafi skilað ýmsu eins og við sáum á þinginu í dag þegar lagabreytingar sem styrktu stöðu ÍTF flugu í gegn. ,Það sýnir að mínar hugmyndir og þróun íslenskrar knattspyrnu sem viðgengst annars staðar, það mun gerast. Það er eina leiðin okkar fram á við.“

Þegar Geir bauð sig fram bjuggust flestir við því að hann væri með sterkt bakland, hvernig mat hann stöðuna fyrir kosningar?

,,Það héldu flestir þétt að sér spilunum almennt yfir. Ég hafði kannað jarðveginn áður en ég fór af stað en ég hef fundið fyrir því að það hefur ýmislegt verið á móti mér. Það hjálpaði mér ekki.“

Hvað fer Geir að gera núna og íhugaði hann að draga framboð sitt til baka?

,,Ég mun áfram sinna þróunarverkefnum erlendis í fótboltanum, ég hef gaman að þeim. Það er það sem hvatti mig áfram til að kynna mína nýju sýn fyrir íslenskum fótbolta.“

,,ÉG finn það eins og ég sagði í byrjun að framboðið mitt hafi þegar haft áhrif. Þetta snýst ekki um mig heldur íslenska knattspyrnu og þróun hennar.“

,,Ég íhugaði aldrei að draga framboðið til baka. Jafnvel þegar við spilum við Þýskaland þá verðum við að mæta, það þýðir ekkert að gefast upp fyrirfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sóknin: Sterkasta lið FH sett upp – Þarf ÍBV að skipta um þjálfara?

Sóknin: Sterkasta lið FH sett upp – Þarf ÍBV að skipta um þjálfara?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool að kaupa 16 ára framherja

Liverpool að kaupa 16 ára framherja
433Sport
Í gær

Plús og mínus: Engin sól, engin afsökun

Plús og mínus: Engin sól, engin afsökun
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað leikmaður Kamerún gerði í dag: Var ekki refsað fyrir ógeðslega framkomu

Sjáðu hvað leikmaður Kamerún gerði í dag: Var ekki refsað fyrir ógeðslega framkomu