fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
433Sport

Brjálaður Jón Rúnar á ársþingi KSÍ: ,,Mér líður illa og fæ ákveðið bragð í munn“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, hélt þrumuræðu á ársþingi KSÍ. Þar lét hann stjórn KSÍ og ÍTF heyra það fyrir að gagnrýna ekki orð Aleksander Ceferin, forseta UEFA í aðdraganda að ársþinginu.

Þar dásamaði Ceferin, Guðna Bergsson, sitjandi formann KSÍ en hann er í framboði líkt og Geir Þorsteinsson.

Geir hefur mikið rætt um málið en Jón sem fór í ræðustól og las yfir mannskapnum, var ósáttur við að frekleg afskipti Ceferin hefðu ekki verið gagnrýnd af stjórn KSÍ eða Guðna Bergssyni.

,,Ég ber svakalega virðingu fyrir þessari hreyfingu, það kemur upp atvik. Varðandi formannskjörið, símtal til útlanda. Þar sem viðmælandinn þar megin sýnir af sér gríðarlegt dómgreindarleysi, hann hefur afskipti af okkar innri málum. Ég beið í tvo daga, því ég lít sem á að stjórn okkar sé sverð okkar og skjöldur. Beið í tvo daga, hvort stjórnin myndi gera eitthvað,“ sagði Jón Rúnar og var heitt í hamsi.

,,Ég beið við símann, hvort eitthvað kæmi fram á heimasíðu KSÍ. Ég byrjaði, eins hvatvís eins og ég get verið. Ég hafði samband við nokkra stjórnarmenn KSÍ, hvernig á þessu stæði. Menn settu þetta sterkt í samband við fyrirhugaðar kosningar, það væri ekki hægt að gera neitt. Ég talaði við félaga mína í ÍFT, það var það sama uppi á teningum, að bregðast við gæti túlkast sem einhverskonar yfirlýsing. Stuðningsyfirlýsing við annan hvorn frambjóðanda, það hefur ekkert með það að gera. Það er algjörlega óþolandi að okkar stjórn, sem á að passa upp á svona hluti. Skuli ekki hafa brugðist, þögnin er sama og samþykki.“

Jón Rúnar hefði viljað sjá Guðna gagnrýna orð Ceferin.

,,Ég var líka hissa á þeim mæta dreng, Guðna Bergssyni sem situr sem formaður. Hann fékk tækifæri til þess í sjónvarpsviðtal, þar var hægt að fordæma þetta. Um leið og ágætur Guðni hefði getað þakkað fyrir stuðninginn, hvers konar heigulsháttur þetta að samþykkja þetta með þegjanda einum. Að afskipti utan frá séu samþykkt, þau eru samþykkt ef ekkert er sagt. Á morgun er strætóinn farinn, þá er ekki hægt að tala um að eitthvað sé hægt að gera. Svona líður mér sem félaga í þessum flottu samtökum, mér líður illa og fæ ákveðið bragð í munn þegar mér finnst vörnin hafa svikið algjörlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sóknin: Sterkasta lið FH sett upp – Þarf ÍBV að skipta um þjálfara?

Sóknin: Sterkasta lið FH sett upp – Þarf ÍBV að skipta um þjálfara?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool að kaupa 16 ára framherja

Liverpool að kaupa 16 ára framherja
433Sport
Í gær

Plús og mínus: Engin sól, engin afsökun

Plús og mínus: Engin sól, engin afsökun
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað leikmaður Kamerún gerði í dag: Var ekki refsað fyrir ógeðslega framkomu

Sjáðu hvað leikmaður Kamerún gerði í dag: Var ekki refsað fyrir ógeðslega framkomu