fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Bjarni fór á reynslu til Liverpool og hætti að halda með liðinu: ,,Gat ekki hugsað mér að vera þar, þetta var svo leiðinlegt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Hörður stýrði þó ekki þættinum þessa vikuna en fékk þess í stað Kristjón Kormák Guðjónsson

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Bjarni Guðjónsson sem er einn öflugasti leikmaður sem efsta deildin á Íslandi hefur fengið að sjá en ferill hans í atvinnumennsku er einnig áhugaverður.

Bjarni var efnilegur leikmaður á sínum tíma og fór á meðal annars á reynslu hjá stórliði Liverpool.

Það var algjör draumur fyrir Bjarna en hann var einmitt stuðningsmaður liðsins og fékk að æfa þar í fjórar vikur.

Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að semja við Liverpool og hætti að halda með liðinu eftir þessa reynslu.

,,Já ég fer á reynslu til þeirra. Ég var stuðningsmaður Liverpool alveg fram að þessum tíma,“ sagði Bjarni.

,,Ég fór fyrst í viku og það gekk mjög vel og svo aftur í þrjár vikur og það gekk líka vel. Í millitíðinni fór ég tvisvar til Newcastle líka.“

,,Mér fannst svo leiðinlegt í Liverpool, sérstaklega í seinna skiptið í þessar þrjár vikur sem ég var þar.“

,,Mér var boðinn samningur en ég gat eiginlega ekki hugsað mér að vera þar, mér fannst það svo leiðinlegt.“

,,Eftir það þá hætti ég að halda með þeim og hef ekki haldið með liði í ensku úrvalsdeildinni síðan!“

,,Maður er ekkert svakalega gamall á þessum tíma en ég var ekki á hóteli á þessu triali og bjó hjá gamalli konu í pínulitlu herbergi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði