fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
433Sport

Bjarni fór á reynslu til Liverpool og hætti að halda með liðinu: ,,Gat ekki hugsað mér að vera þar, þetta var svo leiðinlegt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Hörður stýrði þó ekki þættinum þessa vikuna en fékk þess í stað Kristjón Kormák Guðjónsson

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Bjarni Guðjónsson sem er einn öflugasti leikmaður sem efsta deildin á Íslandi hefur fengið að sjá en ferill hans í atvinnumennsku er einnig áhugaverður.

Bjarni var efnilegur leikmaður á sínum tíma og fór á meðal annars á reynslu hjá stórliði Liverpool.

Það var algjör draumur fyrir Bjarna en hann var einmitt stuðningsmaður liðsins og fékk að æfa þar í fjórar vikur.

Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að semja við Liverpool og hætti að halda með liðinu eftir þessa reynslu.

,,Já ég fer á reynslu til þeirra. Ég var stuðningsmaður Liverpool alveg fram að þessum tíma,“ sagði Bjarni.

,,Ég fór fyrst í viku og það gekk mjög vel og svo aftur í þrjár vikur og það gekk líka vel. Í millitíðinni fór ég tvisvar til Newcastle líka.“

,,Mér fannst svo leiðinlegt í Liverpool, sérstaklega í seinna skiptið í þessar þrjár vikur sem ég var þar.“

,,Mér var boðinn samningur en ég gat eiginlega ekki hugsað mér að vera þar, mér fannst það svo leiðinlegt.“

,,Eftir það þá hætti ég að halda með þeim og hef ekki haldið með liði í ensku úrvalsdeildinni síðan!“

,,Maður er ekkert svakalega gamall á þessum tíma en ég var ekki á hóteli á þessu triali og bjó hjá gamalli konu í pínulitlu herbergi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sóknin: Sterkasta lið FH sett upp – Þarf ÍBV að skipta um þjálfara?

Sóknin: Sterkasta lið FH sett upp – Þarf ÍBV að skipta um þjálfara?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool að kaupa 16 ára framherja

Liverpool að kaupa 16 ára framherja
433Sport
Í gær

Plús og mínus: Engin sól, engin afsökun

Plús og mínus: Engin sól, engin afsökun
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað leikmaður Kamerún gerði í dag: Var ekki refsað fyrir ógeðslega framkomu

Sjáðu hvað leikmaður Kamerún gerði í dag: Var ekki refsað fyrir ógeðslega framkomu