fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019
433Sport

Segir ímyndina hafa styrkst á síðustu tveimur árum: ,,Ómaklegt að segja að ferlið hafi ekki verið faglegt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beðist er velvirðingar á því að vitlaust útgáfa af viðtalinu birtist í blaðinu en mistök á skrifstofunni urðu  til þess.

„Ég tel að okkur hafi tekist vel til á þessum tveimur árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, þegar blaðamaður heimsótti hann í höfuðstöðvar KSÍ í vikunni. Starfsfólk KSÍ er á fullu að undirbúa ársþing sambandsins sem fram fer á laugardag. Þar mun Guðni setja verk sín í dóm aðildarfélaganna. Geir Þorsteinsson er í framboði gegn Guðna og sækist aftur eftir starfinu. Framboð Geirs hefur vakið athygli, enda eru tvö ár síðan að hann kaus sjálfur að láta af störfum og var kjörinn heiðursformaður sambandsins. Taldi hann sig hafa lokið sínum verkum en hlutirnir breyttust fljótt og nú er Geir mættur aftur og sækist eftir gamla starfinu sem Guðni tók við í febrúar árið 2017.

Vill hafa allt uppi á borðum

Guðni segist hafa reynt að auka gagnsæi innan KSÍ og laun formanns KSÍ hafa verið opinberuð í fyrsta sinn. „Mér finnst það mikilvægt að hér ríki gagnsæi. Að samningar sem ég leiði og geri séu kynntir fyrir stjórninni og allt sé uppi á borðum. Laun mín voru gerð opinber um leið og ég tók við. Það er bara eðlilegt í nútíma samfélagi í samtökum eins og KSÍ eru. Við birtum allar fundargerðir stjórnar og nefnda . Við höfum bætt þessa hluti.“

Að ráðningu þinni á Erik Hamrén hjá karlalandsliðinu. Var ekki faglega að henni staðið eins og einhverjir vilja halda fram?

„Ég kannast ekki við það. Það var farið í þá ráðningu eftir umboði stjórnar. Ég leiddi þær viðræður í samráði við landsliðsnefnd og stjórn þegar á þurfti að halda. Á síðari stigum kom framkvæmdastjóri að. Ég leitaði mér víða ráða og ég tel mig líka hafa ágætis þekkingu og innsæi til að leiða þannig vinnu. Ég held að það hafi verið mjög faglegt ferli og ég átta mig ekki á því til hvers er verið að vísa. Það er ómaklegt að segja að ferlið hafi ekki verið faglegt.“

Hvað með orð Geirs um að ímynd KSÍ hafi hreinlega hrunið þegar karlalandsliðið tapaði stórt í Þjóðadeildinni síðasta haust gegn Sviss?

„Ég átta mig ekki á því. Ég tel að ímyndin hafi batnað og styrkst á síðustu tveimur árum. Við áttum frábæran tíma á HM í Rússlandi, ég veit ekki hvernig hann fær það út að ímyndin hafi beðið hnekki. Sem dæmi töpuðu Króatar stórt gegn Spáni, svona er fótboltinn stundum. Við áttum ekki góðu gengi að fagna, en glímdum við ótrúleg meiðsli í hópnum og vorum með nýtt þjálfarateymi. Einnig vorum við að spila við mörg af sterkustu landsliðum heims og ég held að flestir skilji stöðuna. Ég er mjög brattur fyrir undankeppni EM 2020 og heyri það, bæði á landsliðsmönnum og þjálfarateyminu, að það sé gríðarlegur hugur í mannskapnum. Eins jákvætt og frábært árið 2018 var, vegna HM, þá ollu úrslitin vonbrigðum.“

Lestu ítarlegt viðtal við Guðna í helgarblaði DV sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool fékk enga greiða frá United: City vann sannfærandi sigur

Liverpool fékk enga greiða frá United: City vann sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnór Ingvi hetja Malmö er liðið vann Viðar

Arnór Ingvi hetja Malmö er liðið vann Viðar
433Sport
Í gær

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?
433Sport
Í gær

Búið að ákæra Sarri

Búið að ákæra Sarri
433Sport
Í gær

Var í lífshættu eftir að hafa fagnað marki Liverpool – Sjáðu hvað gerðist

Var í lífshættu eftir að hafa fagnað marki Liverpool – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Yfir 600 dagar síðan hann fékk síðast tækifæri – Kom inná í kvöld og bekkurinn fór að hlæja

Yfir 600 dagar síðan hann fékk síðast tækifæri – Kom inná í kvöld og bekkurinn fór að hlæja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar skærasta stjarna Liverpool fór í fýlu og vildi ekki fagna

Sjáðu þegar skærasta stjarna Liverpool fór í fýlu og vildi ekki fagna