fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
433Sport

Biðu eftir Arnari og félögum ,,Þeir ætluðu að drepa okkur“ – Æðiskast í klefanum og ætlaði að hætta

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Grétarsson er áhugaverður karakter sem náði langt í knattspyrnu, hann var ungur að árum farinn að vekja áhuga stórliða en vildi ljúka námi.

Arnar lék í níu ár í atvinnumennsku í tveimur löndum. Arnar átti farsælan feril með landsliðinu, þá hefur hann starfað sem yfirmaður knattspyrnumála og sem þjálfari. Saga Arnars er áhugaverð.

Arnar upplifði mjög undarlega tíma er hann starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Athens í Grikklandi.

Ástríðan er gríðarleg í Grikklandi og getur verið stórhættulegt að ferðast á útileiki.

AEK komst í bikarúrslit er Arnar var yfirmaður knattspyrnumála en það var ekki mikilvægt. Þremur dögum eftir undanúrslitin var leikur gegn erkifjendum í Olympiakos.

,,Það er mjög erfiður heimavöllur, þar sem Sverrir Ingi er að spila núna, það er gryfja,“ sagði Arnar um heimavöll PAOK sem AEK vann í undanúrslitum.

,,Við fórum þangað og vinnum þá 1-0. Við komumst í úrslit, fljúgum heim, þetta er á miðvikudegi eða fimmtudegi, klukkan þrjú um nóttina.“

,,Þá eru bara 500 manns bíðandi eftir okkur þegar við komum úr rútunni. Rútan kemur alltaf að flugvélinni, það er allt gert fyrir fótboltaliðin.“

,,Svo er stoppað fyrir utan flugvöllinn og þar eru bara blys og það er sungið, að við værum bestu leikmenn í heimi.“

,,Það var ungur forseti þarna og hann gleymir sér aðeins og fer að syngja þarna. Olympiakos var næsti leikir, þremur dögum seinna.“

,,Hann fer að syngja einhver lög að við ætlum að taka ykkur í … ba ba ba.. Þetta er auðvitað ekki gott sko.“

Arnar var ekki hrifinn af þessu viðhorfi og vildi frekar að leikmenn myndu halda haus og halda ró sinni fyrir komandi átök.

,,Maður hugsaði bara: ‘Strákar, við erum AEK. Við erum komnir í úrslit í bikar. Jú jú við eigum að spila við Atromitos en við höfum unnið helling af bikarmeistaratitlum. Við eigum ekki að vera að fagna eins og einhverjir vitleysingar. Við gerum það þegar við vinnum. Atromitos er í fyrsta sinn í úrslit í bikar og þeir geta fagnað því. Við erum alvöru klúbbur!’

,,Svo þrem dögum seinna förum við til Olympiakos og töpum 6-0. Í mjög skrítnum leik því við vorum svipað með boltann. Þeir komast í 2-0 í lok seinni hálfleiks og skora svo þrjú mörk á síðustu 10 mínútunum. Stórskrítinn leikur, ekki 6-0 leikur.“

Eftir leikinn varð allt vitlaust en þjálfarinn vildi segja upp strax og voru stuðningsmenn liðsins öskuillir eftir frammistöðuna.

,,Þjálfarinn tók æðiskast inni í klefanum. Hann var með símann og sagðist vilja hætta á staðnum. Þá var búið að fréttast að það væru 2000 manns að bíða eftir okkur og að þeir ætluðu að drepa okkur.“

,,Það var ekki hægt að fara með rútunni að æfingasvæðinu okkar. Það þurfti að fara á hótelið og leikmenn þurftu að taka leigubíla heim því okkar stuðningsmenn voru brjálaðir. Eftir leik þá þurfti maður að díla við það að þjálfarinn var öskrandi í öðrum klefa, hann vildi hætta.“

,,Hann var með umboðsmanninn sinn í símanum og vildi hætta á núll einni. Hann treysti sér ekki í þetta. Maður hugsaði bara hvert maður væri kominn. Ég sagði við þjálfarann að gera mér greiða: ‘Þú ert skipstjóri þessa skips, við vorum að komast í úrslitaleik og strönduðum aðeins núna og þurfum að koma skipinu út. Halt þú haus, ef þú ert svona þá hvernig heldurðu að leikmennirnir verði? Ef þú ert tilbúinn á morgun og hugsar það sama þá finnum við lausn á því.’ Ég var ekki að fara að rifta samningnum við hann í kvöld.“

,,Svo urðum við bikarmeistarar en enn þann dag í dag þá ef þú myndir tala við forseta félagsins þá hefði hann örugglega sagst frekar vilja vinna Olympiakos 6-0 en að vinna bikarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndbandið sem allir héldu að væri ekta: Sjáðu hvað átti að hafa gerst

Myndbandið sem allir héldu að væri ekta: Sjáðu hvað átti að hafa gerst
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óli Kristjáns öskraði á sína menn: ,,Njótið þess að sjúga karamelluna“

Óli Kristjáns öskraði á sína menn: ,,Njótið þess að sjúga karamelluna“
433Sport
Í gær

Rakst á Klopp sem fór í hárígræðslu: ,,Hann lofaði að vista númerið fyrir mig“

Rakst á Klopp sem fór í hárígræðslu: ,,Hann lofaði að vista númerið fyrir mig“
433Sport
Í gær

Sex frægustu sem hafa fallið á lyfjaprófi: Kókaín og megrunarpillur sem konan átti

Sex frægustu sem hafa fallið á lyfjaprófi: Kókaín og megrunarpillur sem konan átti
433Sport
Í gær

Þetta eru tíu bestu framherjar ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru tíu bestu framherjar ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Í gær

Verður hún fyrsta konan sem fær svona stórt starf?

Verður hún fyrsta konan sem fær svona stórt starf?
433Sport
Í gær

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð
433Sport
Í gær

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“