fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
433Sport

Arnar varð vitni að blóðbaði: Hleypt af skotvopni og hnífstunga í gleðskap – ,,Hann byrjaði bara að plaffa”

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. febrúar 2019 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar lenti í stórfurðulegu atviki á sínum tíma er hann lék með liði AEK Athens í grísku úrvalsdeildinni.

Það er ekkert grín að spila í Grikklandi en fótboltinn er númer eitt, tvö og þrjú hjá mörgum íbúum þar í landi.

Stuðningsmenn eru skapmiklir og blóðheitir og hafa félög þar í landi oft komist í vesen fyrir alls konar vandræði bæði innan sem utan vallar.

Arnar lenti eitt sinn í óhugnanlegu atviki eftir leik gegn Olympiakos en um er að ræða stórleik þar sem ekkert er gefið eftir.

,,Einu sinni lendi ég í þessu. Við lendum í því að við erum í áhorfenda leikjabanni, það sýnir hversu bilað þetta er,“ sagði Arnar.

,,Það var á síðasta árinu, þá erum við að spila á móti Olympiakos og mig minnir að það hafi verið í deildinni og við töpum leiknum heima.“

,,Ég spilaði ekki og er í stúkunni, ég man ekki af hverju en við töpum leiknum 3-0 og svo fer ég með í VIP herbergi undir á okkar heimavelli.“

Eftir leikinn fór allt til fjandans á bakvið tjöldin en þar mætti aðdáandi Olympiakos sem starfaði einnig fyrir knattspyrnusambandið.

Hann mætti í herbergið með bros á vör og var hlæjandi, eitthvað sem er alls ekki tekið vel í og þá sérstaklega á heimavelli andstæðingsins.

,,Þar er einhver frá knattspyrnusambandinu og hann er greinilega hliðhollur Olympiakos. Hann kemur þarna inn og ég er eitthvað að bardúsa með.“

,,Þeir eru alltaf með lífverði, hann er með þá og kemur inn. Það var fullt af fólki þarna inni, við töpuðum 3-0 og alveg sama þó við séum komnir í úrslit í bikar þá eru trúarbrögð og að tapa gegn Olympiakos 3-0, þú hlærð ekki að því.“

,,Hann kemur inn hlæjandi og er ekki endilega að gera grín að okkur en er hlæjandi. Það verður allt vitlaust. Ég er ekki að grínast.“

,,Það var sjónvarp þarna og svona, það var bein útsending því þetta var mjög sérstakt því við vorum ekki með áhorfendur.“

,,Hann kemur þarna og fer að hlæja og það trylltist allt liðið. Það veit enginn af hverju hann er að hlæja, hann kemur inn með sinn gaur við hliðina á sér.“

Það er óhætt að segja að þessi hlátur hafi byrjað mikil læti en fólk byrjaði að kasta hlutum í þennan ágæta mann sem fór illa í lífvörð hans.

Lífvörðurinn tók þá upp byssu og byrjaði að skjóta úr henni í herberginu. Hann var síðan stunginn í lærið áður en byssan var tekin af honum.

,,Menn taka upp stóla og henda, taka öskubakka og grýta í hann. Hvað gerist þarna? Hann ver sig og öryggisgaurinn tekur upp byssu. Bara alvöru byssu.“

,,Það var allt í marmara þarna. Þá er ráðist á hann, hann byrjar að plaffa þarna inni. Það eru geðveik læti þarna. Það verður allt vitlaust og það er allt í einu bein útsending og það er verið að skjóta upp í loftið.“

,,Ég hugsaði bara með mér: ‘ertu að fokka í mér?’ Svo kemur hnífur frá einhverjum og það er ráðist á hann og hann er stunginn í lærið og það er blóð út um allt. Hann er tæklaður niður og svo er köttað á sjónvarpið. Byssan er tekin af honum og sem betur fer slasaðist enginn nema hann.“

,,Þetta sýnir hvað er oft stutt á milli. Ég veit ekki af hverju hann var að hlæja en hann var ánægður með það að Olympiakos hafi sigrað. Það verður allt vitlaust. Þetta er stórskrýtið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK