fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
433Sport

Víkingur fær leikmenn frá Fulham og Heerenveen

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík hefur fengið til sín öflugan liðsstyrk en þeir Atli Hrafn Andrason og Júlíus Magnússon hafa gert samning við félagið.

Atli Hrafn er 20 ára gamall miðjumaður en hann hefur undanfarið ár verið hjá Fulham á Englandi.

Hann samdi við félagið eftir dvöl hjá KR en hefur nú gert lánssamning við Víking og leikur með liðinu í sumar.

Júlíus er fyrrum leikmaður Víkings en hann er líkt og Atli 20 ára gamall og þykir mikið efni.

Júlíus yfirgaf lið Víkings fyrir unglingalið Heerenveen í Hollandi árið 2015 og hefur spilað með liðinu síðan þá.

Rétt eins og Atli þá spilar Júlíus á miðjunni en getur einnig leyst stöðu kantmanns.

Tilkynning Víkings:

Atli Hrafn Andrason og Júlíus Magnússon hafa samið við Víking. Atli kemur frá Fulham og Júlíus frá Heerenveen.

Knattspyrnudeild Víkings fagnar að hafa samið við þessa ungu og efnilegu leikmenn og bindur miklar vonir um að þeir muni eiga bjarta framtíð hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlær að því að svartir leikmenn fái að spila: ,,Af hverju fá þeir vegabréf?“

Hlær að því að svartir leikmenn fái að spila: ,,Af hverju fá þeir vegabréf?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er Messi mannlegur? – Ótrúlegt mark sem tryggði þrennuna

Er Messi mannlegur? – Ótrúlegt mark sem tryggði þrennuna
433Sport
Í gær

Hamren ræðir framtíð Kolbeins sem er án félags: ,,Kom aldrei til greina að velja hann“

Hamren ræðir framtíð Kolbeins sem er án félags: ,,Kom aldrei til greina að velja hann“
433Sport
Í gær

Talar ekki vel um fyrrum samherja sem þráði titilinn: ,,Hann er ótrúlega hrokafullur“

Talar ekki vel um fyrrum samherja sem þráði titilinn: ,,Hann er ótrúlega hrokafullur“
433Sport
Í gær

Fór úr treyjunni og minntist stúlku sem lést eftir baráttu við krabbamein: ,,Hann naut þess ekki að gefa mér gult“

Fór úr treyjunni og minntist stúlku sem lést eftir baráttu við krabbamein: ,,Hann naut þess ekki að gefa mér gult“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt að verða vitlaust á Englandi: Skammarleg hegðun stuðningsmanna

Allt að verða vitlaust á Englandi: Skammarleg hegðun stuðningsmanna