fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
433Sport

Ljótar sögusagnir eftir uppsögn Arnars: ,,Algjört kjaftæði“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Grétarsson er áhugaverður karakter sem náði langt í knattspyrnu, hann var ungur að árum farinn að vekja áhuga stórliða en vildi ljúka námi.

Arnar lék í níu ár í atvinnumennsku í tveimur löndum. Arnar átti farsælan feril með landsliðinu, þá hefur hann starfað sem yfirmaður knattspyrnumála og sem þjálfari. Saga Arnars er áhugaverð.

Arnar var ráðinn þjálfari Breiðabliks haustið 2014 og náði góðum árangri á fyrsta tímabili þar sem félagið setti stigametið sitt í efstu deild.

,,Breiðablik kemur upp, ég var ekki lengi að pæla neitt í því. Virkilega gaman að fá að vera með svona flottum strákum eins og ég var með, samansafn af bæði góðum leikmönnum og flottum einstaklingum. Það er gaman að vinna með einstaklingum, sem vilja ná langt. Sem eru tlbúnir að leggja mikið á sig og þyrstir í að gera eitthvað, það var rosalega flottur hópur að vinna með. Eina sem maður er pirraður er að ná ekki að vinna eitthvað, stigametið sem við náðum gefur ekki neitt,“ sagði Arnar í 90 mínútum.

Sumarið 2016 reyndist örlagaríkt þar sem Blikar voru lengi vel að keppa um titilinn en runnu á rassinn undir lokin. Arnar setti Damir Muminovic, Höskuld Gunnlaugsson og Gísla Eyjólfsson í agabann.

,,Við vorm eina liðið sem var að keppa við FH, svo fara Damir, Höskuldur og Gísli í agabann á tíma, ég veit ekki hvort að það var vendipunktur. Þeir voru í agabanni gegn ÍBV þar sem við gerðum jafntefli, svo töpum við gegn ÍA og Fjölni. Við fáum eitt stig af níu mögulegum stigum, svona er þetta stundum. Þunn lína á milli, svo þegar menn skoða hlutina, greina ekki bara úrslitin. Ömurlegt að enda í sjötta sæti en spilamennskan var góð en við nýttum ekki færin. Maður þarf að greina frammistöðuna, ekki bara úrslitin. Á endanum ef þú ert að gera rétta hluti, þá koma úrslitin.“

,,Ég er stoltur af því sem ég geri í Kópavogi, ég tel mig hafa gert mjög gott verk. Ég er núna í Pro License í Skotlandi, það er spennandi. Ég er ekki hættur að þjálfa, ég ætla að halda áfram í því. Þetta snýst um að ná til leikmanna og ég hef skýra sín hvernig ég vil spila fótbolta.“

Arnar var síðan rekinn úr starfi eftir tvo leiki, sumarið 2017. Uppsögnin kom öllum í opna skjöldu og Arnar var ósáttur með hvernig æskufélagið hans stóð að málum.

,,Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig. Það var vegna þess að formaðurinn þá, Ólafur (Hrafn Ólafsson) kom með yfirlýsingu tveimur vikum seinna að þetta óhjákvæmileg ákvörðun. Einhver sem hugsar um fótbolta og heyrir óhjákvæmilegt, hann tengir ekkert við fótbolta. Í framhaldi af því komu margar sögusagnir um mig, tengt félaginu og þeim sem voru í kring. Sem er algjört kjaftæði, af öllu þessu ferli særir það mig mest. Auðvitað finnst mér þetta galin ákvörðun að gera það, ég skil ekki enn þá af hverju það var gert.“

Tímasetningin á uppsögn Arnars kom á óvart, hann var í sínu fyrsta starfi í þjálfun og hafði bætt lið Blika mikið. Það sem kom meira á óvart var að skömmu fyrir tímabilið þá vildu Blikar framlengja samning hans.

,,Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót. Eftir að tveir leikir voru búnir, ég byrjaði ekki vel árið 2015 og 2016. Þeir vissu það, Menn taka einhverja ákvörðun, allt í lagi með það, maður þarf að lifa með því. Það sem var ljótast, var þessi yfirlýsing, það er hellingur af fólki sem hafa heyrt sögur sem eru kjaftæði. Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta. Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli.“

Viðtalið við Arnar má heyra í heild hérna.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkaþjálfarinn mun fylgja honum út um allt: Fær ekki að mæta aftur í yfirþyngd

Einkaþjálfarinn mun fylgja honum út um allt: Fær ekki að mæta aftur í yfirþyngd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Innkaupalisti Ferguson frá tíma hans hjá United lak út – Áhugaverð nöfn

Innkaupalisti Ferguson frá tíma hans hjá United lak út – Áhugaverð nöfn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Maradona handtekinn: Fyrrverandi segir hann skulda sér hundruð milljóna

Maradona handtekinn: Fyrrverandi segir hann skulda sér hundruð milljóna