fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Blaðamaður Morgunblaðsins varð vitni að ítrekuðum slagsmálum: ,,Gæslumennirnir hlógu sem hæst“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. febrúar 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður Morgunblaðsins skellti sér í ferð til Englands á dögunum. Þar fór hann á leik í neðri deildum Englands í knattspyrnu.

Pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í dag vekur athygli en fólkið sem mætti á þann leik var að einhverju leyti að hugsa um eitthvað allt annað en leiknn

,,Undirritaður gerðist svo frægur að fara á leik Doncaster Rovers og Southend United í ensku C-deildinni fyrir tíu dögum síðan. Erindi Englandsferðarinnar var vissulega ekki að fara á hinn gullfallega Keepmoat-völl, en tækifærið var nýtt og úr varð hápunktur ferðarinnar,“ skrifar Jóhann í Morgunblaðið

Þegar liðið var á leikinn voru tvær stelpur farnar að slást í stúkunni.

,,Eftir aðeins örfáar mínútur var stemningin engu lík. Lætin voru mögnuð og stuðningsmenn Doncaster hinir skemmtilegustu. Ekki skemmdi fyrir að spilamennskan var óaðfinnanleg og gríðarlega sannfærandi 3:0 sigur „minna manna“ staðreynd. Ekki voru allir jafn hamingjusamir og ég þetta kvöld hins vegar. Um korteri fyrir leikslok tók ég eftir því að fólkið fyrir aftan mig var hætt að horfa á leikinn og farið að einbeita sér að einhverju sem var að gerast í stúkunni. Nokkrum mínútum síðar voru tvær táningsstelpur farnar að slást nokkuð harkalega.“

Jóhann furðaði sig á því að gæslan gerði ekkert í málinu og að leik loknum voru fleiri slagsmál sem Jóhann varð vitni.

,,Atvikið vakti mikla kátinu hjá stuðningsmönnum Doncaster, sem fóru að syngja um stelpurnar og var greinilega um algenga sjón að ræða í Doncaster. Gæslumennirnir hlógu sem hæst og voru lítið að skipta sér af. Eftir þetta atvik labbaði ég nokkuð ringlaður frá vellinum og upp á lestarstöð. Á þeirri leið urðu stór hópslagsmál á vegi mínum og hvert þrönga og dökka húsasundið á fætur öðru. Að lokum var ég himinlifandi að komast upp í lestina mína og á leið til Leeds. Ég mæli engu að síður eindregið með að skella sér til Doncaster í frí.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar