fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
433Sport

Arnar steinhissa á að skiptin hafi gengið í gegn: ,,Þetta var með ólíkindum“

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Grétarsson er áhugaverður karakter sem náði langt í knattspyrnu, hann var ungur að árum farinn að vekja áhuga stórliða en vildi ljúka námi.

Arnar ræddi aðeins fyrrum framherjann Marel Baldvinsson en þeir voru saman hjá Lokeren í Belgíu á sínum tíma.

Marel kom til Lokeren frá Stabæk í Noregi árið 2002 og var hjá félaginu til ársins 2006 en skoraði aðeins sex deildarmörk.

Arnar segir að Marel hafi alltaf haft mikla hæfileika en skilur ekki hvernig hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu.

Marel var lengi að glíma við erfið hnémeiðsli en hann lagði skóna á hilluna árið 2010 aðeins þrítugur að aldri.

,,Fyrst til að byrja með eru þetta ég, Arnar Viðarsson, Rúnar Kristinsson og Auðun Helgason,“ sagði Arnar.

,,Auðun fer svo eftir einhvern tíma og Marel Baldvinsson kemur inn. Hann meiðist en Malli er eins og margir ekki vita, hann hefur verið með ónýtt hné í langan tíma og harkaði það af sér.“

,,Þegar hann kemur til okkar þá er með ólíkindum að hann hafi komist í gegnum læknisskoðun með handónýtt hné.“

,,Hann harkar af sér í mjög langan tíma. Hann var kannski á 50% eða eitthvað svoleiðis, hann gat ekki sparkað með vinstri.“

,,Ef hann hefði verið eðlilegur, ekki meiddur þá hefði hann getað náð gríðarlega langt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK