fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Heldur ótrúleg saga Arnórs áfram? – Kristján Óli með svakaleg tíðindi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson, 19 ára knattspyrnumaður hefur orðið að stjörnu á nokkrum mánuðuðum. Flestir sem fylgjast vel með knattspyrnu vissu lítið sem ekkert um Arnór í sumar. Arnór var þá að gera það gott með Norrköping í Svíþjóð en fáir fylgdust með framgöngu hans.

Það kom mörgum á óvart þegar Arnór var keyptur til stórliðsins, CSKA Moskvu síðasta sumar. Félagaskiptin gengu í gegn þann 31 ágúst. Rússarnir borguðu um 700 milljónir íslenskra króna fyrir pilt.

Enn á ný var búist við að það gæti tekið Arnór einhvern tíma að fóta sig á stærra sviði, CSKA leikur í sterkari deild en Arnór hafði kynnst og að auki er liðið í Meistaradeild Evrópu. Arnór byrjaði nokkuð rólega og kom inn af bekknum, hann lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA þann 19 september.

Leikurinn var gegn Viktoria Plzen og þar varð Arnór yngsti Íslendingurinn til að koma við sögu í Meistaradeildinni. Fyrsta mark hans kom svo gegn Roma í sömu keppni þann 7. nóvember. Fyrsta markið hans í deildinni í Rússlandi kom svo fjórum dögum síðar gegn stórliði Zenit frá Pétursborg. Lygilegur framgangur fyrir unga piltinn frá Akranesi.

Nú gæti Arnór verið að taka risastórt skref, Kristján Óli Sigurðsson, knattspyrnusérfræðingur sagði frá því í Dr Football að Napoli vildi fá kappann.

Kristján sem hefur verið duglegur við að koma fyrstur með fréttirnar og segir að Napoli vilji kaupa Arnór næsta sumar. Sagt er að félagið sé tilbúið að borga 10 milljónir evra fyrir hann.

Napoli er sögufrægt félag á Ítalíu og væri þetta stórt skref fyrir þennan efnilega pilt.

Margir höfðu kallað eftir því í haust að Erik Hamrén myndi kalla Arnór í íslenska landsliðið og það gerðist í nóvember. Arnór þreytti frumraun sína í Þjóðadeildinni gegn Belgum. Hann byrjaði leikinn og framganga hans vakti athygli. Það var svo í desember sem að síðasti kaflinn á þessu magnaða ári hans var skrifaður. Hann var í byrjunarliði CSKA sem heimsótti Real Madrid, liðið sem hefur unnið þessa bestu keppni í heimi þrjú ár í röð. Arnór var stjarnan á sviðinu, þarna skoraði hann og lagði upp í sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga