fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
433Sport

Hugarfar Ingólfs var ekki gott og honum fannst þjálfarinn vonlaus: ,,Hafði gott af því að fá karma í andlitið“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson er þekktastur fyrir afrek sín á tónlistarsviðinu en hann var einnig öflugur knattspyrnumaður. Ingólfur ólst upp á Selfoss og lék lengi vel með uppeldisfélagi sínu. Ingólfur fór yfir líf sitt í hlaðvarpsþættinum, Millivegurinn.

Sem knattspyrnumaður var metnaður hans var aldrei að fara neitt langt í þeirri íþrótt, hann vildi hafa gaman í fótbolta og hjálpa sínu félagi, Selfoss.

,,Það var alveg erfitt,“
sagði Ingólfur um það hvernig það hafi verið að vera einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og spila fótbolta í efstu deild á Íslandi.

,,Það var skemmtilegt til að byrja með. Þegar manni fannst maður vera of mikið að spila þá var þetta erfitt, maður var kannski að koma á æfingar á laugardagsmorgni, ég fann að ég var dauðþreyttur. Sérstaklega það, þegar þú ert í afreksíþrótt, það var aldrei neitt plan hjá mér að fara eitthvað lengra. Bara að reyna að hjálpa Selfoss, það er kannski slæmt hugarfar í grunninn þegar þú ert í afreksíþrótt.

Tónlistin átti hug Ingólf og þá var oftt erfitt að einbeita sér að fótboltanum.

,,Svo var tónlistin í raun alltaf númer eitt, þegar maður fór að upplifa það að maður var að skemmta á þorrablóti Grindavíkur og svo var maður mættur á sama völl að berjast við þá.“

,,Ég man eftir einu atviki þegar Ondo sem var í Grindavík og við vorum í fallbaráttu, hann kom til mín og sagði „sing a song“. Þá hugsaði ég með mér að ég nennti þessu ekki,“ sagði Ingó sem skoraði fyrsta mark Selfoss í festu deild árið 2010. ,,Ég skoraði á móti KR á KR-velli. Fyrsti sigur Selfoss í efstu deild.“

Ingólfur segir að hugarfar hans í fótboltanum hafi ekki verið gott, honum fannst þjálfarinn alltaf vonlaus.

,,Ég var miðjumaður og stundum úti á kanti, ég var ekki með gott hugarfar í fótbolta. Ég var alltaf með allt á hornum á mér, mér fannst þjálfarinn alltaf vonlaus. Ég ákvað að verða þjálfari árið 2014, tók við Hamri. Gat sett inn mína hugmyndafræði, það gekk ekki. Ég hafði gott af því að fá karma í andlitið, ég taldi mig geta gert Barcelona úr Hamri. Ég hugsaði að ég færi í Pepsi deildina 2021, og Evrópukeppni 2022. Ég gleymdi ýmsu.“

Viðtalið við Ingólf má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bólgur í kringum kynfærið ástæðan fyrir ástandinu

Bólgur í kringum kynfærið ástæðan fyrir ástandinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er það sem Hamren ræðir mest við gullkynslóðina

Þetta er það sem Hamren ræðir mest við gullkynslóðina
433Sport
Í gær

Alfreð biður fólk um að bera virðingu fyrir vali Arons Einars: Þetta er ástæðan

Alfreð biður fólk um að bera virðingu fyrir vali Arons Einars: Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“