fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 09:40

Heiðar elskar Liverpool.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stórleikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar FC Bayern heismækir Liverpool. Leikurinn fer fram á Anfield en um er að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum.

Sverrir er maður sem heldur úti stuðningsmannasíðu á Íslandi fyrir stuðningsmenn Liverpool. Yfir 15 þúsund líka við síðuna og fylgjast með skrifum Sverris. Hann ritar nú í morgunsárið,áhugaverðan pistil.

,,LEIKDAGUR! Það þýðir bara eitt (eða margt) 12 tímar sem munu taka ca tvo daga að líða, minnisskortur, heilaþoka, kvíði, gleði, spenna, skyndiógleði hér og þar yfir daginn með dassi af geðshræringum blandað saman af list og toppað með brakandi ferskum skjálfandi taugahrúgum,“ skrifar Sverrir sem er augljóslega stressaður fyrir kvöldið.

Af hverju er maður að þessu?

Sverrir segir að svona sé gangur lífsins í hvert einasta skipti sem Liverpool spilar mikilvægan leik. Þeir verða því margir svona dagarnir hjá honum fram í maí, Liverpool er nefnilega að berjast á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, allir leikirnir sem þar eru eftir eru stórleikir.

,,Eflaust á þetta ekki við alla en fyrir okkur sem göngum í gegnum þetta ferli fyrir hvern stórleik þá spyr maður sig alltaf, já alltaf, í hvert einasta skipti: Af hverju er maður að þessu? Svo kemur að leiknum, dómar flautar þetta í gang og það fyrsta sem maður hugsar er „getur þessi leikur ekki bara farið að enda, ég hreinlega meika þetta ekki, í alvöru talað komnar 20 sek á klukkuna og neglurnar búnar“?!

,,Svo dregst maður inn í leikinn, öskrar á leikmennina skipunum sem maður á þeim tímapunkti trúir að þeir heyri, maður lætur dómarann reglulega heyra það fullum hálsi fullmeðvitaður um að hann mun taka skoðun manns til athugunar og láta næsta brot vera okkar mönnum í hag og lengi mætti telja.“

Hálfleikurinn er mikilvægur tími fyrir Sverri og aðra í hans stöðu, þá er reynt að róa taugarnar.

,,Þá kemur að hálfleiknum eða lífsgjöfinni eins og mætti réttilega nefna hann því án hans myndi pumpan að öllum líkindum skella sér í ótímabært og endanlegt verkfall, enda væru 90+ mínútur í stöðugri keyrslu af ofangreindu geðsýkisástandi tilefni til þess að ætla að lykla Pétur væri rétt handan við hornið tilbúin að hleypa manni inn (vonandi hratt svo maður fengi að sjá restina af leiknum).“

,,Jæja nóg um það, eftir eftir að hafa dregið andann í nokkrar mínútur og létt á sér er maður farin að bíða óþreyjufullir eftir seinni hálfleik sem virðist aldrei ætla að byrja, sem er sérstakt enda veit maður hvaða geðshræring er í laumi og bíður eftir að keyra manni um koll.“

Svo fer að hitna í kolunum:

Sverrir fer svo yfir það hvernig hann öskrar á sjónvarpsskjáinn.

,,Dómarinn flautar og rútínan byrjar aftur og geðshræringin fer aftur af stað:
dómari!!!!
Gefð’ann maður!!!
Þetta var pjúra víti dómara #%#&@!!!
Útaf með manninn!!!!! (þó okkar maður hafi varla verið snertur)
Og lengi mætti telja enda höfum við öll okkar sérþjálfuðu aðferð við að koma mönnunum okkar á vellinum í gegnum leikinn.“

,,Loksins lýkur leik og „fight or flight modusinn“ líður úr kroppnum og eftir situr önnur af tveimur tilfinningum. Vá hvað þetta var frábær leikur eða, ég trúi því ekki að ég hafi verið svona spenntur fyrir þessum helv…. leik.“

Þakkar eiginkonu sinni:

Sverrir er þakklátur að eiginkonan umberi þessa fíkn sína sem ástin á Liverpool er.

,,The end! EINMITT…… Nei ekki beint svona auðvelt því svona heldur þetta áfram, leik eftir leik, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð ár eftir ár.“

,,Vil að lokum enda þennan póst á að þakka konunni minni fyrir að nenna vera gift mér enda sé ég núna þegar ég skrifa þetta að það er ekki sjálfgefið að umbera okkur sem erum haldin þessari dásamlegu fíkn! Þessum yndislega lífstíl! Kannski ég grípi blómvönd á leiðinni heim á morgun bara til að biðjast afsökunar fyrirfram fyrir að vekja börnin yfir leiknum (þó það sé yfirleitt dómaranum að kenna).“

Þennan frábæra pistil má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Í gær

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Í gær

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn