fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
433Sport

Umdeildasta atvik í sögu VAR? – Þetta gerðist á Ítalíu í dag

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir knattspyrnuaðdáendur hrifnir af myndbandstækninni VAR sem er nú notuð víðsvegar um heiminn.

VAR gerir dómurum kleift að spóla til baka í leikjum og athuga hvort rétt ákvörðun hafi verið tekin eða ekki.

Mjög umdeilt atvik kom upp á Ítalíu í dag er lið Spal fékk Fiorentina í heimsókn í efstu deild.

Spal komst yfir í leiknum í dag með marki frá Andrea Petagna áður en Edmilson Fernandes jafnaði metin fyrir Fiorentina.

Stuttu síðar skoraði Spal annað mark og var komið yfir og brutust mikil fagnaðarlæti út.

Það mark fékk þó ekki að standa heldur í staðinn fékk Fiorentina vítaspyrnu og komst yfir.

Dómarinn spólaði heldur langt til baka og skoðaði atvik sem átti sér stað áður en Spal tók forystuna.

Þar ákvað hann að brotið hefði verið á Federico Chiesa í vítateig Spal og dæmdi vítaspyrnu fyrir gestina.

Fiorentina vann svo að lokum nokkuð sannfærandi 4-1 sigur en atvikið er möguleika það umdeildasta síðan VAR var tekið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“