fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
433Sport

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 20:30

Gravesen í slagsmálum við Robinho hjá Real Madrid.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem muna eftir danska miðjumanninum Thomas Gravesen sem var ansi umdeildur karakter.

Gravesen er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Everton en hann lék með félaginu frá 2000 til 2005.

Hann fékk svo ansi sérstakt tækifæri er Real Madrid ákvað að semja við danska landsliðsmanninn árið 2005.

Þar stoppaði Gravesen í aðeins eitt ár áður en hann endaði ferilinn hjá Celtic í Skotlandi.

Gravesen var þekktastur fyrir það að vera mjög skapstór og í raun algjör brjálæðingur á velli og á æfingasvæðinu.

Í nýrri bók Christopher Sweeney er farið yfir feril Gravesen og hvernig hann hagaði sér innan sem utan vallar.

Sweeney talar um að Gravesen hafi ekki haldið aftur af sér á æfingum og hikaði ekki við að meiða liðsfélaga sína. Hann var í raun ekki með neinn stopp takka.

Í eitt skiptið fékk Gravesen reiðiskast á æfingasvæði Real Madrid sem varð til þess að hinn brasilíski Ronaldo missti tönn.

Menn voru hræddir við Gravesen á æfingasvæðinu en þegar hann sá rautt þá var ómögulegt að stöðva hann.

Hann var ekki vinsæll á meðal leikmanna Real en fótboltahæfileikar hans voru takmarkaðir þó að ástríðan hafi verið til staðar.

Einnig er frægt þegar Gravesen réðst á liðsfélaga sinn Robinho hjá Real og reyndi ítrekað að kýla hann beint í andlitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“