fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
433Sport

Köstuðu steinum í átt að eiginkonunni – Börnin voru með í för

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. febrúar 2019 19:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauro Icardi, leikmaður Inter Milan, var sviptur fyrirliðabandinu hjá félaginu á dögunum.

Icardi hefur undanfarin ár borið bandið hjá Inter en nú er það í eigu markmannsins Samir Handanovic.

Icardi hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Inter og vill félagið fá þau mál á hreint áður en hann fær að vera aðalmaðurinn hjá félaginu.

Það er eiginkona Icardi, Wanda Nara, sem sér up samningamál leikmannsins og er hún ansi kröfuhörð.

Stuðningsmenn Inter þola ekki Nara og telja að hún sé að reyna að koma vinsælasta leikmanni liðsins burt.

Hún lenti í leiðindaratviki í dag en ungir krakkar brutu rúður í bíl hennar á meðan hún keyrði nálægt San Siro, heimavelli Inter.

Krakkarnir köstuðu steinum í bifreið Nara sem var ekki lengi að koma sér burt eftir árásina.

Sem betur fer þá slapp Nara ómeidd frá árásinni sem og börn hennar sem voru einnig í bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“