fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
433Sport

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn og sjónvarpsstjarnan, Auðunn Blöndal er einn harðasti stuðningsmaður Manchester United á Íslandi. Auðunn hefur í nokkur ár verið duglegur að fara á leiki.

Samsæriskenningar hafa gengið í mörg ár um að það sé óhappa fyrir United að hafa Auðunn á vellinum.

Það var vissulega þannig á árum áður en mikil lukka hefur fylgt Sauðkræklingnum á síðustu árum. Hann var hins vegar á vellinum á þriðjudag þegar United tapaði 0-2 gegn PSG í Meistaradeildinni.

Stuðningsmenn United voru fljótir að fatta það og fóru samsæriskenningarnar af stað á nýjan leik. ,,Ég held að það sé komin ástæða með tapleikinn í gær…. Auðunn Blöndal var á leiknum,“ skrifaði Baldvin í stuðningsmannahóp Manchester á Íslandi.

Auðunn svaraði fyrir sig inni í hópnum eftir líflegar umræður um málið ,, Það sem þessi djókur fer að verða þreyttur!,“ skrifar Auðunn og hélt áfram.

,,Var með 6 sigurleiki í röð fyrir þri og 1 evrópubikar. Vorum bara númeri of litlir fyrir PSG og væri meira vit í að styrkja hópinn heldur að finna sköllóttann lúða frá Íslandi á leiknum!

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“