fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
433Sport

Þurfti að hætta vegna alvarlegra meiðsla: Vill banna börnum að nota höfuðið

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Mason, fyrrum leikmaður Tottenham, vill að börnum verði bannað að skalla bolta á yngri árum.

Mason þurfti sjálfur að leggja skóna á hilluna 26 ára gamall en hann brákaði hauskúpubein og var því í mikilli hættu hefði hann haldið áfram keppni.

Hann vill að börn hætti að nota alvöru bolta til að læra skallatækni og telur að það geti haft mjög skaðleg áhrif.

,,Ef það er sjö eða átta ára gamalt barn sem er að skalla boltann og hauskúpubeinið er ekki fullþroskað, þá gæti það gert mikinn skaða,“ sagði Mason.

,,Ég horfi á suma krakka skalla boltann og þau nota efsta partin af höfðinu og sú tækni er alveg röng, þú ert því að setja mun meiri pressu á heilann.“

,,Ég held að börn ættu ekki að vera að skalla bolta. Því eldri sem þú verður því meiri reynslu færðu og tæknin verður betri.“

,,Kannski væri hægt að nota svampabolta til að læra tæknina og fá reynslu af því að skalla bolta.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlær að því að svartir leikmenn fái að spila: ,,Af hverju fá þeir vegabréf?“

Hlær að því að svartir leikmenn fái að spila: ,,Af hverju fá þeir vegabréf?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er Messi mannlegur? – Ótrúlegt mark sem tryggði þrennuna

Er Messi mannlegur? – Ótrúlegt mark sem tryggði þrennuna
433Sport
Í gær

Hamren ræðir framtíð Kolbeins sem er án félags: ,,Kom aldrei til greina að velja hann“

Hamren ræðir framtíð Kolbeins sem er án félags: ,,Kom aldrei til greina að velja hann“
433Sport
Í gær

Talar ekki vel um fyrrum samherja sem þráði titilinn: ,,Hann er ótrúlega hrokafullur“

Talar ekki vel um fyrrum samherja sem þráði titilinn: ,,Hann er ótrúlega hrokafullur“
433Sport
Í gær

Fór úr treyjunni og minntist stúlku sem lést eftir baráttu við krabbamein: ,,Hann naut þess ekki að gefa mér gult“

Fór úr treyjunni og minntist stúlku sem lést eftir baráttu við krabbamein: ,,Hann naut þess ekki að gefa mér gult“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt að verða vitlaust á Englandi: Skammarleg hegðun stuðningsmanna

Allt að verða vitlaust á Englandi: Skammarleg hegðun stuðningsmanna