fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
433Sport

Gunnlaugur ræðir opinskátt um geðsjúkdom sinn: ,,Þau voru fljót að spotta það að ég sé ekki alveg heill“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Jónsson, fyrrum þjálfari ÍA og Þróttar, var gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjan á Fótbolti.net í dag.

Gunnlaugur sagði upp störfum hjá Þrótti á dögunum en hann stoppaði aðeins hjá liðinu í tíu mánuði.

Gunnlaugur þótti vera öflugur varnarmaður á sínum tíma og reyndi fyrir sér í atvinnumennsku.

Hann fór á meðal annars á reynslu hjá Aberdeen í Skotlandi og hefur nú opnað sig um þann tíma.

Gunnlaugur glímdi við erfiðan sjúkdóm á þessum tíma líkt og móðir hans og amma gerðu.

Gunnlaugur sneri heim fárveikur eftir dvöl í Skotlandi en hann þjáðist að geðhvarfasýki.

,,Ég þekki það nú aðeins úr fjölskyldu minni að það er geðsjúkdómur, geðhvarfasýki held ég að þetta heiti á íslensku,“ sagði Gunnlaugur.

,,Manía og depression sem móðir mín hefur átt í erfiðleikum með nánast alla sína ævi. Móðir hennar, amma mín líka.“

,,Ég veiktist mjög illa 18 ára gamall, af þessum sjúkdóm. Ég var staddur í Aberdeen og æfi með þeim.“

,,Mér gékk ekkert sérstaklega í skóla og var í smá brasi og Gunnar Sigurðsson sem er eins og annar faðir minn eiginlega, ég vann alltaf hjá honum í Olís og hann er góður fjölskylduvinur. Hann nefnir það hvort ég eigi ekki bara að taka haust í það að fara út að æfa.“

,,Hann kemur mér til Aberdeen og það gengur bara mjög vel. Ég ætlaði bara að æfa með u19 ára liðinu og fer svo fljótlega á æfingar hjá aðalliðinu og þar veikist ég, stuttu áður en ég á að koma heim.“

Gunnlaugur lýsir sjúkdómnum fyrir fólki og segist hafa fengið margar hugmyndir og ætlaði að laga ýmsa hluti.

,,Ég kem heim í byrjun desember og kem heim bara fárveikur. Þetta lýsir sér á meðal annars þannig: þegar maður fer hátt upp, ég held að ég hafi skrifað tvær langar greinagerðir hvað mætti fara betur hjá knattspyrnufélagi ÍA.“

,,Ég sendi það á Gunnar og hitt var á Skagablaðið, þarna var fjölmiðla bakterían komin. Ég hafði verið eins og grár köttur á skrifstofu Sigurðs Sverrissonar í nokkur misseri og ég held að það hafi verið 16 blaðsíðna ritgerð um hvaða hugmyndir ég hefði til að bæta það blað. Þá var ég bara fárveikur.“

Foreldrar Gunnlaugs voru ekki lengi að taka eftir veikindunum og að hann hafi þurft á læknisaðstoð að halda.

,,Ég kem heim og foreldrar mínir eru fljótir að spotta það að ég sé ekki alveg heill og er nánast bara inn á geðdeild út það ár og byrjun árs 1993.“

,,Þegar ég kem út af geðdeildinni þá er ég mjög þungur og fer í skólann, ég held að ég hafi sofið fram á vor. Eftir það þá hef ég nánast ekkert fundið fyrir þessu.“

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlær að því að svartir leikmenn fái að spila: ,,Af hverju fá þeir vegabréf?“

Hlær að því að svartir leikmenn fái að spila: ,,Af hverju fá þeir vegabréf?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er Messi mannlegur? – Ótrúlegt mark sem tryggði þrennuna

Er Messi mannlegur? – Ótrúlegt mark sem tryggði þrennuna
433Sport
Í gær

Hamren ræðir framtíð Kolbeins sem er án félags: ,,Kom aldrei til greina að velja hann“

Hamren ræðir framtíð Kolbeins sem er án félags: ,,Kom aldrei til greina að velja hann“
433Sport
Í gær

Talar ekki vel um fyrrum samherja sem þráði titilinn: ,,Hann er ótrúlega hrokafullur“

Talar ekki vel um fyrrum samherja sem þráði titilinn: ,,Hann er ótrúlega hrokafullur“
433Sport
Í gær

Fór úr treyjunni og minntist stúlku sem lést eftir baráttu við krabbamein: ,,Hann naut þess ekki að gefa mér gult“

Fór úr treyjunni og minntist stúlku sem lést eftir baráttu við krabbamein: ,,Hann naut þess ekki að gefa mér gult“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt að verða vitlaust á Englandi: Skammarleg hegðun stuðningsmanna

Allt að verða vitlaust á Englandi: Skammarleg hegðun stuðningsmanna