fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Enginn Klopp á hliðarlínunni hjá Liverpool?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gæti verið á leið í hliðarlínu bann miðað við fregnir enskra miðla í kvöld.

Klopp kom sér í vesen í síðustu viku eftir leik Liverpool við West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp gagnrýndi dómarann Kevin Friend eftir leikinn og gaf í skyn að hann hefði dæmt með West Ham eftir mistök í fyrri hálfleik.

Þjóðverjinn sagði að Friend hafi áttað sig á eigin mistökum í hálfleik og að það hafi haft neikvæð áhrif á frammistöðuna.

Enska knattspyrnusambandið bað Klopp um að útskýra ummæli sín en hann bað ekki um frest til að svara betur fyrir sig.

Ef Klopp verður fundinn sekur þá fær hann ekki aðeins sekt heldur mun fá sér sæti í stúkunni.

Refsingin myndi aðeins taka gildi í ensku úrvalsdeildinni og getur Klopp leiðbeint sínum mönnum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Bayern Munchen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt