fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
433Sport

Enginn Klopp á hliðarlínunni hjá Liverpool?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gæti verið á leið í hliðarlínu bann miðað við fregnir enskra miðla í kvöld.

Klopp kom sér í vesen í síðustu viku eftir leik Liverpool við West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp gagnrýndi dómarann Kevin Friend eftir leikinn og gaf í skyn að hann hefði dæmt með West Ham eftir mistök í fyrri hálfleik.

Þjóðverjinn sagði að Friend hafi áttað sig á eigin mistökum í hálfleik og að það hafi haft neikvæð áhrif á frammistöðuna.

Enska knattspyrnusambandið bað Klopp um að útskýra ummæli sín en hann bað ekki um frest til að svara betur fyrir sig.

Ef Klopp verður fundinn sekur þá fær hann ekki aðeins sekt heldur mun fá sér sæti í stúkunni.

Refsingin myndi aðeins taka gildi í ensku úrvalsdeildinni og getur Klopp leiðbeint sínum mönnum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Bayern Munchen.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er Messi mannlegur? – Ótrúlegt mark sem tryggði þrennuna

Er Messi mannlegur? – Ótrúlegt mark sem tryggði þrennuna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt heimsmet í kvennaboltanum – Þurftu að færa leikinn því allir vildu mæta

Nýtt heimsmet í kvennaboltanum – Þurftu að færa leikinn því allir vildu mæta
433Sport
Í gær

Allt að verða vitlaust á Englandi: Skammarleg hegðun stuðningsmanna

Allt að verða vitlaust á Englandi: Skammarleg hegðun stuðningsmanna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ingó segir að það sé komið illa fram við bróður sinn – Er þetta rétt?

Ingó segir að það sé komið illa fram við bróður sinn – Er þetta rétt?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mættu með umdeildan borða á leik gegn Liverpool – Félagið á von á refsingu

Mættu með umdeildan borða á leik gegn Liverpool – Félagið á von á refsingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sigurlaus Hamren er byrjaður að finna fyrir pressunni: ,,Ekki verið eins og ég vonaðist eftir“

Sigurlaus Hamren er byrjaður að finna fyrir pressunni: ,,Ekki verið eins og ég vonaðist eftir“