fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
433Sport

Maðurinn sem er sagður hata Íslendinga knúsaði Bjarna mest á ferlinum: ,,Svona love/hate samband“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er fyrrum landsliðsmaðurinn og atvinnumaðurinn Bjarni Guðjónsson.

Bjarni er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Stoke City þar sem hann lék á meðal annars undir stjórn Tony Pulis.

Pulis hefur víða komið við á þjálfaraferlinum en hann stýrir í dag liði Middlesbrough í næst efstu deild.

Bjarni lýsir samskiptum sínum við þennan litríka þjálfara sem spilar alls ekki fallegasta fótboltann.

,,Það er mjög sérstakt. Ég held að enginn maður hafi knúsað mig jafn oft og Pulis,“ sagði Bjarni.

,,Hann er með ofboðslega skýra sýn. Hún er ekkert sú fallegasta en hún er árangursrík og hann treystir á hana.“

,,Grunnurinn er bara að fá ekki á sig mörk og einfalda allan leik en það er ofboðslega gaman þegar þú veist hvað þjálfarinn vill.“

,,Þú veist að markmiðin eru skýr, það á bara að gera þetta svona. Það er ekkert þetta eða hitt, það er bara hans leið.“

,,Það var yfirleitt byrjað að drilla áður en þú hitaðir upp og svo var aftur farið í það. Þetta voru oft mjög langar æfingar.“

,,Þeir sem tóku eftir og hlustuðu vissu til hvers var ætlast og ég efast um að hann hafi fallið.“

Það er oft talað um Pulis sem manninn sem þolir ekki Íslendinga en hann hefur þjálfað þá ófáa í gegnum tíðina.

Bjarni er einn af fáum sem kannski líkar vel við Pulis en þeir eru enn í sambandi í dag.

,,Hann var ekkert svakalega mikið fyrir það að nota okkur. Hann er með Stoke þegar ég fer úr Stoke og var í Plymouth þegar ég fer úr Plymouth.“

,,Hann er einn af fáum þjálfurum sem ég er enn í sambandi við. Þetta var svona love/hate samband okkar á milli.“

,,Hann fýlar bara ákveðna leikmenn, hann vill hafa þá stóra, að þeir geti hlaupið hratt og kastað langt!“

,,Ég er ekki stór, það hafði hægst aðeins á mér og ég kann ekki að taka löng innköst!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sara Björk skrifar pistil sem allir ættu að lesa: ,,Enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð“

Sara Björk skrifar pistil sem allir ættu að lesa: ,,Enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG íhugar að kæra Evra: Þið eruð hommar og aumingjar

PSG íhugar að kæra Evra: Þið eruð hommar og aumingjar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær Þórarinn Ingi bann frá KSÍ fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs?

Fær Þórarinn Ingi bann frá KSÍ fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn
433Sport
Í gær

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum
433Sport
Í gær

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu