fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019
433Sport

Guðmundur fer yfir þær hörmungar sem voru í gangi: Frá hrokagikk yfir í „Morðingja með barnsandlit“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Hilmarsson blaðamaður á Morgunblaðinu er með skemmtilegan Bakvörð í blaði dagsins. Þar skrifa blaðamenn Morgunblaðsins skoðun sína.

Guðmundur er harður stuðningsmaður Manchester United og hann virðist elska lífið undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá félaginu.

Solskjær hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum sem stjóri United en hann fær stórt próf í kvöld gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

,,Það hafa heldur betur orðið umskipti hjá Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við stjórastöðunni hjá félaginu af José Mourinho seint í desembermánuði. Ég sem dyggur stuðningsmaður Manchester United frá unga aldri var nánast hættur að fylgjast með leikjum liðsins undir það síðasta í tíð Mourinho og ég óskaði mér einskis heitara en að hann yrði rekinn,“ skrifar Guðmundur í Morgunblaðið

,,Mér varð loks að ósk minni. Skemmdarverk Mourinho á liði United voru loks stöðvuð. Portúgalska
hrokagikknum var sparkað og norska markavélin á árum áður, Ole Gunnar Solskjær, var fenginn til að stýra liðinu út leiktíðina.“

,,Morðinginn með barnsandlitið“ var gælunafn Solskjærs þegar hann hrellti varnir og markverði andstæðinganna miskunnarlaust og á undanförnum vikum hafa mótherjar United fengið að kenna á snilli Norðmannsins í stjórastólnum. Nú er aftur orðið gaman að fylgjast með „rauðu djöflunum“ sínum. Leikur liðsins hefur tekið þvílíkum stakkaskiptum undir stjórn Solskjærs og nánast hver einasti leikmaður liðsins hefur sprungið út.“

Að mati Guðmunduar á Solskjær að verða stjóri United til framtíðar.

,,Sú spennitreyja sem þeir voru í hjá Mourinho hefur verið losuð og úrslitin, markaskor og gleðin innan hópsins segir allt sem segja þarf. Ég trúi ekki öðru en að Solskjær sé búinn að tryggja sér stjórastólinn hjá Manchester United til frambúðar. Honum hefur tekist að rífa liðið úr öskustónni og koma því upp í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni sem var í órafjarlægð þegar hann var ráðinn í starfið.“

,,Solskjærs og lærisveina hans bíða nú þrír risaleikir. Í kvöld taka þeir á móti Paris SG í Meistaradeildinni, heimsæja Chelsea í bikarnum á mánudaginn og fá svo erkifjendurna í Liverpool í heimsókn annan sunnudag. Ég geri mér grein fyrir því að Solskjær fer ekki taplaus í gegnum tímabilið en þessum leikjum má hann alls ekki tap.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool fékk enga greiða frá United: City vann sannfærandi sigur

Liverpool fékk enga greiða frá United: City vann sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnór Ingvi hetja Malmö er liðið vann Viðar

Arnór Ingvi hetja Malmö er liðið vann Viðar
433Sport
Í gær

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?
433Sport
Í gær

Búið að ákæra Sarri

Búið að ákæra Sarri
433Sport
Í gær

Var í lífshættu eftir að hafa fagnað marki Liverpool – Sjáðu hvað gerðist

Var í lífshættu eftir að hafa fagnað marki Liverpool – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Yfir 600 dagar síðan hann fékk síðast tækifæri – Kom inná í kvöld og bekkurinn fór að hlæja

Yfir 600 dagar síðan hann fékk síðast tækifæri – Kom inná í kvöld og bekkurinn fór að hlæja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar skærasta stjarna Liverpool fór í fýlu og vildi ekki fagna

Sjáðu þegar skærasta stjarna Liverpool fór í fýlu og vildi ekki fagna