fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019
433Sport

Bjarni varð vitni að stríði hjá Newcastle: ,,Slæm ákvörðun að fara í stríð við hann“

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er fyrrum landsliðs og atvinnumaðurinn Bjarni Guðjónsson.

Bjarni var hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í eitt og hálft ár en fékk ekki að spila leik. Hann var samningsbundinn 1997 til 1998.

Newcastle er mjög stórt félag á Englandi en hann sér þó ekki eftir því að hafa yfirgefið félagið eftir komu Ruud Gullit.

Gullit tók við Newcastle og gerði margar breytingar. Hann fór á meðal annars í stríð við markahæsta leikmann í sögu úrvalsdeildarinnar, Alan Shearer.

Shearer var og er enn í guðatölu hjá Newcastle en Gullit var ekki mikill aðdáandi og kaus að nota framhernann sparsamlega.

,,Ég er eitt og hálft ár hjá Newcastle. Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að fara þaðan,“ sagði Bjarni.

,,Ruud Gullit var kominn inn sem stjóri og hann var mjög sérstakur. Hann ætlaði sér að ná árangri hratt og lenti á meðal annars í stríði við Alan Shearer.“

,,Það hafa ekki margir ungir leikmenn fengið tækifæri hjá Newcastle, að fara til Genk þróaði ferilinn vel áfram.“

,,Alan Shearer var nálægt því [að stjórna félaginu] en hann gerði það líka vel. Hann var ofboðslega ljúfur maður.“

,,Á þessum tíma sem ég var þarna var hann meira og minna meiddur allan tímann, hann lenti í hnéaðgerð en kemur sterkur til baka.“

,,Hann lendir svo í þessu stríði við Ruud Gullit. Menn vissu það að, ég held að þetta hafi verið Sunderland heima og Shearer er á bekknum. Þá er þetta búið.“

,,Það var slæm ákvörðun hjá honum að fara í stríð við hann. Þegar hann fór að þjálfa Newcastle á sínum tíma þó að það hafi ekki gengið eins og hann vonaðist eftir þá fór hann að halda með þeim vegna hvernig persóna og maður Shearer er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool fékk enga greiða frá United: City vann sannfærandi sigur

Liverpool fékk enga greiða frá United: City vann sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnór Ingvi hetja Malmö er liðið vann Viðar

Arnór Ingvi hetja Malmö er liðið vann Viðar
433Sport
Í gær

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?
433Sport
Í gær

Búið að ákæra Sarri

Búið að ákæra Sarri
433Sport
Í gær

Var í lífshættu eftir að hafa fagnað marki Liverpool – Sjáðu hvað gerðist

Var í lífshættu eftir að hafa fagnað marki Liverpool – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Yfir 600 dagar síðan hann fékk síðast tækifæri – Kom inná í kvöld og bekkurinn fór að hlæja

Yfir 600 dagar síðan hann fékk síðast tækifæri – Kom inná í kvöld og bekkurinn fór að hlæja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali

Þjálfari Chelsea var brjálaður: Var kallaður SkÍtali
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar skærasta stjarna Liverpool fór í fýlu og vildi ekki fagna

Sjáðu þegar skærasta stjarna Liverpool fór í fýlu og vildi ekki fagna