fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Hiti færist í leikinn í formannslag KSÍ: Voru siðareglur brotnar? – Geir hélt að þetta væri brandari

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aleksander Ceferin, forseti UEFA gæti hafa brotið siðareglur sambandsins þegar hann dásamaði Guðna Bergsson, formann KSÍ í viðtali við Vísir.is í vikunni.

Ceferin lýsti aldrei opinberlega yfir stuðningi við Guðna í baráttunni við Geir Þorsteinsson um stólinn. Báðir sækjast eftir kjöri.

Guðni forviða á orðræðu Geirs um Austur-Evrópubúa: ,,Mjög ósmekklegt“

Geir var formaður sambandsins í tíu ár en eftir tveggja ára hlé vill hann mæta aftur til leiks, hann kveðst sjá fótboltann öðruvísi og hvíldin hafi gert honum gott.

Guðni hefur verið í tvö ár í starfi og á þeim stutta tíma hefur honum tekist að koma sér vel á framfæri í hinum stóra knattspyrnuheimi. Hann hefur átt í góðu sambandi við UEFA og styrkt stöðu Íslands þar inni ef marka má orð Ceferin.

Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd eigi að hafa sjálfstæðar kosningar, afskipti þriðja aðila eru bönnuð. Sumir telja að Ceferin hafi brotið þær reglur með því að tala vel um Guðna, hann sagði að hagsmunum KSÍ væru tryggðir með Guðna.

Geir Þorsteinsson harðneitar fyrir rætnar gróusögur: ,,Þetta er lygi“

Josimar.no er norskur fjölmiðill sem hefur gripið málið á lofti, miðillinn er þekktur fyrir mjög gagnrýnin skref á knattspyrnuforystuna og vill fá svör frá Ceferin. Hvort hann hafi brotið siðareglur og hvort að hann sé rétti maðurinn til að dæma um samband KSÍ og UEFA, hann hafi bara verið forseti í tvö ár.

Miðilinn ræddi við Geir um málið. ,,Þetta var sláandi að heyra þetta, ég hélt að þetta væri brandari. Þetta var misnotkun á valdi, Ceferin er einn áhrifamesti maðurinn í fótboltanum, það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bestu leikmenn Englands samkvæmt tölfræðinni – Hazard á toppnum

Bestu leikmenn Englands samkvæmt tölfræðinni – Hazard á toppnum
433Sport
Í gær

Er þetta ofmetnasti þjálfari heims? – Tækifærin að renna út

Er þetta ofmetnasti þjálfari heims? – Tækifærin að renna út
433Sport
Í gær

Gylfi á meðal bestu manna í stórkostlegum sigri

Gylfi á meðal bestu manna í stórkostlegum sigri
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hetjurnar í París fá verðlaun: Reyndu að bjarga Notre Dame

Hetjurnar í París fá verðlaun: Reyndu að bjarga Notre Dame
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“

Sagan fræga um þurra grasið var ekki sönn: ,,Djöfull er hann klikkaður hann Óli, hvað er hann að segja?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba fór á tvöfalt stefnumót ásamt mótherja morgundagsins

Pogba fór á tvöfalt stefnumót ásamt mótherja morgundagsins