fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
433Sport

Geir um ósætti við landsliðsmenn og erfiðar viðræður: ,,Þeir voru með aðrar hugmyndir en ég“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson sem sækist eftir því að verða formaður KSÍ á nýjan leik var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar hér á 433.is.

Geir, fyrrum formaður og framkvæmdarstjóri KSÍ reynir þessa dagana að tryggja sér sæti á ný sem formaður KSÍ. Geir hætti fyrir tveimur árum, taldi komið gott.

Hann snýr nú aftur með nýja hugmyndafræði, hann hugsar fótboltann öðruvísi. Geir gerði margt gott fyrir KSí en var umdeildur í starfi.

Geir Þorsteinsson harðneitar fyrir rætnar gróusögur: ,,Þetta er lygi“

Geir tók nokkra slagi í starfi sínu og einn af þeim var að semja um bónusa við landsiðsmenn Íslands fyrir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Lars Lagerback sagði frá málinu og var ósáttur við hversu langan tíma það tók.

Einnig þegar samið var um bónusa fyrir undankeppnina komu upp læti. Áður höfðu leikmenn samið við Geir vegna undankeppni HM en FIFA greiðir út í dollurum á meðan UEFA borgar í evrum. Fannst mörgum leikmönnum Geir svíkja sig eins og Vísir.is sagði frá.

,,Ég hef lært það á langri leið alveg frá því að ég var framkvæmdarstjóri og varaformaður knattspyrnudeildar KR. Það er ekki góð aðferð að vera besti vinur leikmannanna. Þú hefur allt aðrar skyldur, hvort sem það er knattspyrnufélag eða knattspyrnusamband. Formaður knattspyrnusambandsins þarf að hafa ákveðna fjarlægð bæði frá þjálfurunum, til að meta þeirra störf, og leikmönnunum. Ég átti nokkra fundi og þeir voru töluvert að ýta á mig um samning leikmennirnir og það stóð aldrei neitt annað til en að semja við þá enda er það almennt gert í þessum knattspyrnuheimi. En ég var ekki tilbúinn að láta allan landsleikinn. Lars og Heimir voru auðvitað að ýta eftir því að þetta yrði gert en ég sagði sko: Ég er tilbúinn að semja þegar samkomulag er á borðinu, ég skrifa ekki undir hvað sem er og læt ekki ýta mér út í samninga sem ég vil ekki gera,“ sagði Geir í 90 mínútum.

Leikmenn voru ósáttir en Geir segist að lausn hafi fundist á málinu.

,,Einhverjir geta tekið það óstinnt upp að þeir hafi ekki fengið þann samning sem þeir óskuðu en við fundum ákveðna lausn, og hún var góð og hún var held ég nýtt aftur að mestu leiti í HM. Ég er ekki að vernda mína persónulegu hagsmuni heldur hagsmuni knattspyrnuhreyfingarinnar og ég kom ákveðið fram í því, og gerði það af festu, og ég sá ekki hvernig ég hefði getað gert það öðruvísi. Ég hafði líka erindi við knattspyrnufélögin. Ég var búin að segja þeim á ársþingi áður að þau myndu fá ákveðna fjárhæð hið minnsta og fengu töluvert meira því okkur gekk betur. Ég er sko að starfa fyrir knattspyrnufélögin á Íslandi en ekki fyrir einstaka leikmenn.“

,,Ég man ekki annað en það hafi leyst farsællega..“

,,Þú semur, en sumir vilja meira. Auðvitað í samningaviðræðum er það þannig að þeir voru með aðrar hugmyndir en ég. Auðvitað var það þannig, það er alltaf þannig. En við fundum málamiðlun og hún var góð fyrir báða aðila.“

Viðtalið má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikið áfall fyrir Alfreð: Fór í aðgerð í gær og verður frá um langt skeið

Mikið áfall fyrir Alfreð: Fór í aðgerð í gær og verður frá um langt skeið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þessir koma til greina sem leikmaður ársins á Englandi – Enginn Salah

Þessir koma til greina sem leikmaður ársins á Englandi – Enginn Salah
433Sport
Í gær

Tölfræði Gylfa er mögnuð: Hann elskar að skora gegn félaginu sem hann elskaði

Tölfræði Gylfa er mögnuð: Hann elskar að skora gegn félaginu sem hann elskaði
433Sport
Í gær

Hefur reglulega stundað atvinnu á Íslandi: Skoðun hans vekur mikla furðu og reiði

Hefur reglulega stundað atvinnu á Íslandi: Skoðun hans vekur mikla furðu og reiði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hannes sá rautt og Valur tapaði í vítaspyrnukeppni: Stjarnan meistarar meistaranna

Hannes sá rautt og Valur tapaði í vítaspyrnukeppni: Stjarnan meistarar meistaranna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Klaufalegt rautt spjald Hannesar: Í banni í fyrsta leik í Pepsi deildinni

Klaufalegt rautt spjald Hannesar: Í banni í fyrsta leik í Pepsi deildinni