fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Blikar staðfesta félagaskipti Andra til sjöfaldra Ítalíumeistara

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson, hjá Breiðabliki hefur verið lánaður með forkaupsrétti til ítalska úrvalsdeildarliðsins Bologna fram á sumar. Bologna getur gengið frá kaupunum á meðan lánssamningnum stendur.

Andri Fannar sem er nýorðinn 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins. Hann hefur að undanförnu vakið mikla athygli erlendra liða. Í nóvember síðastliðnum fór hann á reynslu til ítalska úrvalsdeildarliðsins SPAL sem gerði í kjölfarið tilboð í Andra Fannar. Áhuginn á Andra var mikill og fleiri ítölsk félög höfðu áhuga á því að fá Blikann unga til liðs við sig. Í desember fór Andri Fannar svo á reynslu til ítalska úrvalsdeildarliðsins Bologna þar sem hann stóð sig vel og leist Andra vel á aðstæður. Félögin komust í kjölfarið að samkomulagi um að Andri Fannar færi á láni til Bologna til 30.júní. Bologna á svo möguleika á því að ganga frá kaupum á Andra Fannari á meðan lánstímanum stendur.

Bologna hefur orðið ítalskur meistari sjö sinnum en þetta fornfræga félag er fimmta sigursælasta félag Ítalíu frá upphafi.

Andri Fannar lék sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar aðeins 16 ára og er á meðal yngstu leikmanna til þess að spila í efstu deild með Blikum frá upphafi. Andri Fannar hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur leikið 21 leik fyrir U-17 og U-18 ára landslið Íslands.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni. Við óskum Andra Fannari góðs gengis á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar