Þriðjudagur 28.janúar 2020
433Sport

Joey Barton hikaði ekki á fyrsta degi þjálfarans: ,,Við viljum ekki hafa þig hérna og þú þarft að vita af því“

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. desember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Pardew, fyrrum stjóri Newcastle, fékk heldur betur að heyra það á fyrsta degi sínum sem stjóri liðsins.

Pardew tók við Newcastle í desember árið 2010 en sú ráðning var ekki vinsæl á meðal stuðningsmanna liðsins.

Leikmenn Newcastle vildu heldur ekki sjá Pardew taka við og fékk hann að vita það um leið og hann mætti til félagsins.

,,Á fyrsta deginum mínum þá var bankað á dyrnar og þar var Joey Barton mættur,“ sagði Pardew.

,,Hann labbaði inn og lét eins og Joey, hann sagði: ‘ég vildi bara láta þig vita að ég og leikmennirnir viljum ekki hafa þig hérna, við teljum að þú eigir ekki heima hérna og þú þarft að vita af því!’

,,Það var það fyrsta sem hann sagði og ég svaraði bara: ‘allt í lagi.’ – mér líkaði við það því þú vissir allavegana hvað Joey fannst.“

,,Þú verður að vinna þér inn virðingu stórra leikmanna eins og hans og Kevin Nolan. Eina leiðin til að gera það er á æfingasvæðinu og að ná í úrslit.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Castillion að lenda í Indónesíu og fær líklega samning

Castillion að lenda í Indónesíu og fær líklega samning
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liðsfélagi Jóhans fær að heyra það: Sagðist vilja fara í beinni útsendingu á BBC

Liðsfélagi Jóhans fær að heyra það: Sagðist vilja fara í beinni útsendingu á BBC
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: De Gea gaf Aguero fingurinn þegar þeir hittust í gær

Sjáðu myndirnar: De Gea gaf Aguero fingurinn þegar þeir hittust í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham sendir Kobe fallega kveðju: „Kobe talaði alltaf um Vanessu og fallegu dætur sínar“

Beckham sendir Kobe fallega kveðju: „Kobe talaði alltaf um Vanessu og fallegu dætur sínar“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið: Verða stórliðin í stuði?

Langskotið og dauðafærið: Verða stórliðin í stuði?
433Sport
Í gær

Can eftirsóttur en launin eru vandamál: Gæti þurft að lækka sig um 64 milljónir á mánuði

Can eftirsóttur en launin eru vandamál: Gæti þurft að lækka sig um 64 milljónir á mánuði