Sunnudagur 19.janúar 2020
433Sport

Breiðablik að selja leikmann til Ajax á metfé: Hafa áhuga á markverði Njarðvíkur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. desember 2019 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er að selja Kristian Nökkva Hlynsson til Ajax á metfé. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum, Dr. Football.

Kristian, sem er fæddur árið 2004, er sóknarsinnaður leikmaður sem nýtur sín best fremstur á miðju. Kristian hefur staðið sig afar vel bæði með Blikum sem og yngri landsliðum Íslands þar sem hann hefur spilað upp fyrir sig. Í sumar fór Kristian með 3.flokki karla til Hollands á elítumót og var þar valinn besti leikmaður mótsins af mótshöldurum. Ajax kom auga á hann þar.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins sagði að Ajax ætlaði sér að greiða metfé fyrir ungan leikmann frá Íslandi, til að tryggja sér starfskrafta hans.

Þá kom fram að Breiðablik hefði áhuga á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Þetta staðfesti Mikael Nikulásson, þjálfari liðsins. Mikael sagði að fleiri félög hefðu áhuga á markverðinum, sem verður tvítugur á næsta ári.

Fyrir er Breiðablik með Gunnleif Gunnleifsson og Anton Ara Einarsson en líklega yrði Brynjar lánaður út í eitt ár.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Þingmaðurinn hjólandi
433Sport
Í gær

Nýjasta útspil Pogba gerir marga reiða: Á hækjum á tískuviku

Nýjasta útspil Pogba gerir marga reiða: Á hækjum á tískuviku
433Sport
Í gær

Öskureiður Klopp: Katastrófa – „Tuðarinn frá Liverpool“

Öskureiður Klopp: Katastrófa – „Tuðarinn frá Liverpool“
433Sport
Í gær

Þeir bestu og verstu í að taka menn á: Leikmaður United sá slakasti

Þeir bestu og verstu í að taka menn á: Leikmaður United sá slakasti
433Sport
Í gær

Þetta eru launin sem Fernandes hefur samþykkt hjá United

Þetta eru launin sem Fernandes hefur samþykkt hjá United
433Sport
Í gær

Solskjær útskýrir af hverju Young fær að fara

Solskjær útskýrir af hverju Young fær að fara
433Sport
Í gær

Ný tíðindi í máli Fernandes: Samkomulag sagt nálgast – Vill ekki spila í kvöld

Ný tíðindi í máli Fernandes: Samkomulag sagt nálgast – Vill ekki spila í kvöld