Þriðjudagur 21.janúar 2020
433Sport

Fjöldi milljóna á leið í Kópavoginn ef Sverrir verður seldur til Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 29. desember 2019 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska stórliðið Fiorentina er búið að bjóða í varnarmanninn öfluga Sverri Inga Ingason. Þetta segja grískir fjölmiðlar í dag en Sverrir spilar með PAOK í Grikklandi og hefur staðið sig vel.

Nýlega var greint frá áhuga Fiorentina en Top10.gr segir nú að það sé tilboð á borðinu í Sverri. Ítalska liðið er tilbúið að borga 4,5 milljónir evra fyrir Sverri en PAOK ku vilja fá hærri upphæð.

Sverrir ólst upp hjá Breiðablik en ef af verður yrði kaupverðið 612 milljónir íslenskra króna. Ansi líklegt er að gríska félagið vilji þó hærri upphæð.

Ef Sverrir yrði keyptur á 612 milljónir myndi Breiðablik fá rúma 21 milljón í sinn vasa, vegna uppeldisbóta sem félagið á rétt á.

Breiðablik hefur fengið væna summu vegna félagaskipta Sverris en hann hefur farið frá Noregi til Belgíu, þaðan fór hann til Spánar. Sverrir var svo seldur frá Granada á Spáni til Rostov í Rússlandi, PAOK keypti svo Sverrir frá Rússlandi fyrir tæpu ári.

Breiðablik á rétt á 3,5 prósenti af kaupverðinu á Sverri.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah: Ég mætti aftur svo við unnum leikinn

Salah: Ég mætti aftur svo við unnum leikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill fá að rota Rooney fyrir framan fleira fólk: ,,Erum í viðræðum við Eddie Hearn!“

Vill fá að rota Rooney fyrir framan fleira fólk: ,,Erum í viðræðum við Eddie Hearn!“
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Manchester United: Stórleikur á Anfield

Byrjunarlið Liverpool og Manchester United: Stórleikur á Anfield
433Sport
Í gær

Vara stuðningsmenn Arsenal við: ,,Hann er rusl og við vitum það“

Vara stuðningsmenn Arsenal við: ,,Hann er rusl og við vitum það“