fbpx
Föstudagur 18.september 2020
433Sport

Kom til Íslands fyrir 28 árum: Vildi fara eftir ár en það var stríð – ,,Ég gat ekki farið”

433
Laugardaginn 14. desember 2019 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ejub Purisevic er nafn sem margir hér á landi kannast við en hann hefur búið hér á landi frá árinu 1992.

Ejub lék knattspyrnu með HK, Reyni S, Fylki, Val og Víkingi Ólafsvík en sá ferill var frá 1992 til 2005.

Hann tók að sér þjálfun hjá Víkingum árið 2003 og starfaði hjá félaginu alveg til ársins 2019.

Nýlega var Ejub ráðinn í starf hjá Stjörnunni en hann mun sjá um barna og unglingastarf félagsins.

Ejub er frá Bosníu og flúði heimalandið vegna stríðsástands á sínum tíma og hélt í kjölfarið til Íslands.

Hann opnaði sig um þessa ákvörðun og erfiðleika í þættinum Fótbolti.net á X977.

Þar ræddi Ejub við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarsson og var ýmislegt tekið fyrir.

Ejub ræddi á meðal annars um breytingarnar sem fylgdu því að flytja til Íslands og það var alls ekki alltaf auðvelt.

,,Ég man að eftir ár þá langaði mig að fara héðan. Þetta var allt skrítið, ég var ungur til að byrja með,“ sagði Ejub.

,,Ég var með gamalt júgóslavískt vegabréf sem var ekki gilt, ég gat ekki farið. Svo var stríð og alls konar svoleiðis hlutir.“

,,Fyrstu eitt tvö árin þá var þetta erfitt en ég var heppinn bæði í HK og á Íslandi er fullt af mjög góðu fólki sem vill hjálpa.“

,,Ég held að bæði strákar í fótboltanum og fólkið í kringum, það voru margir sem ég er mjög þakklátur fyrir.“

Ejub viðurkennir að hafa kvartað yfir mörgu til að byrja með og vildi komast aftur heim.

Það tók tíma fyrir hann að aðlagast lífinu á Íslandi en hann flutti hingað aðeins 23 ára gamall.

,,Til að byrja með þá var ég ekki ánægður með eitt eða neitt. Ég var alltaf að vona að á morgun væri stríðið búið og ég gæti farið heim.“

,,Þetta tók svolítinn tíma. Ég var 23 ára og var ekki heima, matur var skrítinn til að byrja með, menningin.“

,,Ég man að ég var oft með Helga Kolviðs og Stebba að fara í partí og svo niður í bæ. Þetta snerist allt um að fylla sig sem fyrst með einhverju ódýru víni og svo í bæinn! Ég hef aldei skilið af hverju fólk gerir það.“

,,Það var erfitt að finna þetta líf og þessa menningu sem maður ólst upp með. Þetta var erfitt í byrjun en svo með tímanum áttaði ég mig á hversu heppinn ég var.“

Að lokum segir Ejub að hann sé mjög þakklátur Íslandi í dag og sér alls ekki eftir því að hafa flutt til landsins.

,,Ég byrjaði að vera þakklátur fyrir hlutina frekar en að gagnrýna. Ég fattaði það fljótlega að ef ég væri ennþá þar þá væri ég kannski í stríði að skjóta einhvern eða einhver að skjóta mig. Og kannski hefði ég verið drepinn.“

,,Ég byrjaði að hugsa allt öðruvísi og í dag er ég þakklátur með að hafa verið áfram á Íslandi og fyrir öll þessi tækifæri.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér og við mælum með hlustun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar vandar Guðmundi ekki kveðjurnar -,,Aumingi Rassgatsson”

Arnar vandar Guðmundi ekki kveðjurnar -,,Aumingi Rassgatsson”
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KR úr leik í Evrópudeildinni

KR úr leik í Evrópudeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Talið ólíklegt að Rúnar Alex verði á bekknum hjá Arsenal um helgina

Talið ólíklegt að Rúnar Alex verði á bekknum hjá Arsenal um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fara saman í einkaflugvél til London á morgun

Fara saman í einkaflugvél til London á morgun
433Sport
Í gær

Rúnar Alex mætir til Lundúna í dag og gengur frá skiptum sínum til Arsenal

Rúnar Alex mætir til Lundúna í dag og gengur frá skiptum sínum til Arsenal
433Sport
Í gær

Virtur blaðamaður fullyrðir að Gylfi sé til sölu

Virtur blaðamaður fullyrðir að Gylfi sé til sölu
433Sport
Í gær

Sjáðu stoðsendingu og snyrtilegt mark Gylfa

Sjáðu stoðsendingu og snyrtilegt mark Gylfa
433Sport
Í gær

Afturelding með mikilvægan sigur í fallbaráttunni – Þórsarar mörðu sigur

Afturelding með mikilvægan sigur í fallbaráttunni – Þórsarar mörðu sigur