fbpx
Laugardagur 19.september 2020
433Sport

Segir það henta konum illa að spila við sömu aðstæður og karlar: „Karlmenn eru stærri, sterkari og fljótari“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood á Englandi er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann segir að kvennaknattspyrna komist aldrei nálægt karlaknattspyrnu, nema að mörkin verði minnkuð og boltinn sömuleiðis.

Hann vill einnig að völlurinn verði minnkaður til að koma til móts við líkamlegt atgervi kvenna, eins og hann orðar það.

,,Þetta er bara allt önnur íþrótt, kvennaknattspyrna ætti að aðlaga sig að konum. Að lífeðlisfræðilegum staðreyndum,“ sagði Barton.

,,Markið þarf að vera minna og boltinn ætti að vera minna. Ef við ætlum að gera kvennaknattspyrnu betri, frábæra íþrótt. Að hún geti staðið undir sér sjálf, ef þú heldur áfram að spila á sama velli og karlar, með sömu stærð af bolta og með sömu reglur. Þá ertu ekki að fá út sömu niðurstöðu, karlmenn eru stærri, sterkari og fljótari að hlaupa en konur.“

,,Ef þú hugsar þetta í gegn, þá gæti þetta bæt fótboltann hjá þeim tæknilega og er varðar taktík. Í dag er þeim haldið aftur, vegna þess að þær eru að spila við sömu aðstæður. Myndi einhver taka eftir því ef boltinn hjá konum yrði númer 4 en ekki númer 5 eins og hjá körlum?.“

,,Ég lofa ykkur, að svo er ekki. Þær gætu sent boltann betur og lengra, því hann hentar líkamlegu atgervi þeirra betur.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Skammar Solskjær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bale brosti út að eyrum við komuna til London

Bale brosti út að eyrum við komuna til London
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun
433Sport
Í gær

Arnar vandar Guðmundi ekki kveðjurnar -,,Aumingi Rassgatsson”

Arnar vandar Guðmundi ekki kveðjurnar -,,Aumingi Rassgatsson”
433Sport
Í gær

KR úr leik í Evrópudeildinni

KR úr leik í Evrópudeildinni