fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
433Sport

Manchester United skoraði fjögur – Ótrúleg dramatík í Þýskalandi

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann sannfærandi sigur í Evrópudeildinni í kvöld er liðið mætti AZ Alkmaar á Old Trafford.

Sigurlið kvöldsins hefði tryggt sér efsta sæti riðilsins og voru það þeir ensku sem gerðu það.

Hinn ungi Mason Greenwood skoraði tvö í öruggum 4-0 sigri United en Juan Mata og Ashley Young komust einnig á blað.

Diogo Jota átti magnaða innkomu fyrir lið Wolves sem spilaði við Besiktas á Molineux vellinum.

Jota skoraði þrennu á 11 mínútum eftir að hafa komið inná í 4-0 sigri Wolves – liðið var komið áfram fyrir lokaumferðina.

Íslendingalið CSKA Moskvu vann óvæntan 0-1 útisigur á Espanyol og spilaði Rúnar Már Sigurjónsson í 4-1 tapi Astana gegn Partizan.

Hörður Björgvin Magnússon byrjaði hjá CSKA en Arnór Sigurðsson kom inná undir lokin.

Dramatíkin var þá ótrúleg í Þýskalandi þar sem Borussia Monchengladbach mætti Basaksehir frá Tyrklandi.

Gladbach dugði jafntefli til að tryggja sætið í 32-liða úrslitum og komst liðið í 1-0 á heimavelli.

Basaksehir sneri hins vegar leiknum sér í vil og vann 2-1 sigur þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu.

Basaksehir fer því áfram ásamt Roma sem gerði 2-2 jafntefli við Wolfsberger á sama tíma.

Manchester United 4-0 AZ Alkmaar
1-0 Ashley Young
2-0 Mason Greenwood
3-0 Juan Mata(víti)
4-0 Mason Greenwood

Wolves 4-0 Besiktas
1-0 Diogo Jota
2-0 Diogo Jota
3-0 Leander Dendoncker
4-0 Diogo Jota

Espanyol 0-1 CSKA Moskva
0-1 Nikola Vlasic

Partizan 4-1 FC Astana
1-0 Seydouba Soumah
2-0 Umar Sadiq
3-0 Takuma Asano
4-0 Umar Sadiq
4-1 Dorin Rotariu

Roma 2-2 Wolfsberger
1-0 Diego Perotti(víti)
1-1 Alessandro Florenzi(sjálfsmark)
2-1 Edin Dzeko
2-2 Shon Weissman

Gladbach 1-2 Basaksehir
1-0 Marcus Thuram
1-1 Irfan Kahveci
1-2 Enzo Crivelli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór frá Liverpool með látum en hefur ekki fengið eitt einasta tækifæri

Fór frá Liverpool með látum en hefur ekki fengið eitt einasta tækifæri
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að missa starfið sitt

Þessir eru líklegastir til að missa starfið sitt
433Sport
Í gær

20 dýrustu í sögunni – Manchester United hirðir efstu sætin

20 dýrustu í sögunni – Manchester United hirðir efstu sætin
433Sport
Í gær

Jafntefli á Víkingsvelli

Jafntefli á Víkingsvelli