fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
433Sport

Guðni segir að borgin og ríkið þurfi að hjálpa til: Borga 50-60 milljónir á ári í dag – ,,Réttlætanlegt og nauðsynlegt“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 19:25

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var gestur í hlaðvarpsþættinum FantasyGandalf sem er orðinn ansi vinsæll hér á landi.

Þeir Hugi Halldórsson og Ingimar Finnsson ræða þar málin og eiga það til að fá til sín góða gesti – aðallega er rætt um knattspyrnu.

Guðni var gestur dagsins og var á meðal annars beðinn um að ræða Laugardalsvöll og hvort við eigum von á nýjum Þjóðarleikvangi.

Það er ljóst að nýr völlur myndi kosta yfir fjóra milljarða en Guðni er vongóður varðandi framtíðina.

Það er mikið talað um að Laugardalsvöllur henti ekki landsliðum Íslands árið 2019 og er heimtað að nýr og betri völlur verði byggður.

,,Ég held að þetta sé á endanum þannig að það þurfi að koma einhvers konar commitment og framlag frá borginni og ríkinu í þessar framkvæmdir,“ sagði Guðni.

,,Það sem ég hef verið að benda á og við er að það er réttlætanlegt og nauðsynlegt með 60 ára bili, þó vestur stúkan hafi verið endurbyggð, að við þurfum að fjárfesta í þessum innviðum.“

,,Okkar rök hafa til dæmis verið að með núverandi velli er borgin að borga inn í reksturinn 50-60 plús milljónir á ári svo þarf að gera grunn endurbætur á öllu svo hann sé ekki lengur í undanþágu.“

,,Það eitt og sér mun kosta borgina hátt í fjóra milljarða á næstu 50 árum sem er afskriftarími. Við erum að segja: ‘Heyrðu leggjum þá frekar fjóra milljarða plús í að endurbyggja völl sem er betri til rekstrar og ríkið myndi gera það sama og knattspyrnuhreyfingin líka og þá getum við byggt nýjan völl til þess að geta spilað mótsleiki í mars eða nóvember sem við getum ekki gert í dag.’

,,Við erum algjörlega á eftir. Eins vænt og manni þykir Laugardalsvöll þá erum við með einn versta völl í Evrópu þegar kemur að þessu.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg árás á dómara sem óttast um líf sitt – „Hann gæti komið með hníf og myrt dómarann á vellinum“

Hrottaleg árás á dómara sem óttast um líf sitt – „Hann gæti komið með hníf og myrt dómarann á vellinum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Atli Hrafn í Breiðablik – „Við fögnum komu Atla Hrafns í félagið“

Atli Hrafn í Breiðablik – „Við fögnum komu Atla Hrafns í félagið“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ólafur fær Andra Rúnar til sín í Esbjerg

Ólafur fær Andra Rúnar til sín í Esbjerg
433Sport
Fyrir 3 dögum

Knattspyrnan gæti farið aftur af stað – Þórólfur sendir minnisblað til Svandísar

Knattspyrnan gæti farið aftur af stað – Þórólfur sendir minnisblað til Svandísar