fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Aron Elís að semja við Helsingborg?

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Elís Þrándarson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið að semja við sænska stórliðið Helsingborgs IF. Frá þessu greinir sænski fótboltavefurinn Minboll.

Í fréttinni segir að félagið hafi þegar boðið Aroni samning, en hann er á leið frá norska liðinu Álasund þar sem hann hefur leikið frá árinu 2015. Álasund hefur leikið í næstefstu deild Noregs undanfarin tvö tímabil en liðið komst upp í efstu deild á nýliðnu tímabili. Þó hafði það legið fyrir lengi að Aron færi frá félaginu eftir tímabilið.

Í viðtali við Fótbolti.net í nóvember sagði Aron að hann vildi prófa eitthvað annað en Noreg.

„Danmörk, Svíþjóð, Holland og Belgia eru allt spennandi kostir. Vonandi verður allt klárt áður en það kemur nýtt ár,“ sagði hann.

Helsingborgs IF er eitt af stærstu félögum á Norðurlöndunum og hefur það orðið sænskur meistari fimm sinnum, síðast árið 2011. Þekktasti leikmaðurinn í sögu félagsins er án efa Svíinn Henrik Larsson sem gerði garðinn frægan með liðum eins og Glasgow Celtic og Barcelona en auk þess spilaði hann um skamma hríð sem lánsmaður hjá Manchester United.

Einn íslendingur er á mála hjá Helsingborgs í dag en það er Akureyringurinn Daníel Hafsteinsson. Aron Elís á fjóra landsleiki að baki fyrir íslenska landsliðið og var í landsliðshópi Íslands í leikjunum gegn Tyrklandi og Moldóvu í nóvembermánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Í gær

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það