fbpx
Mánudagur 28.september 2020
433Sport

FH ætlar að vera skuldlaust fyrir jól: Umdeild ákvörðun – „Þetta var lán, það var ekki verið að taka neina peninga“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við sögðum frá í gær þá var það umdeild ákvörðun hjá stjórn knattspyrnudeildar FH að færa fjármuni af reikningum Barna og Unglingaráðs, yfir í meistaraflokk félagsins til að gera upp skuldir við leikmenn. Barna og unglingaráð vildi ekki lána þessa fjármuni sem náð var í, ráðið sagði af sér vegna málsins.

FH hefur skuldað leikmönnum sínum talsverðar fjárhæðir síðustu mánuði og mikið verið fjallað um málið. ,,Menn fóru í það fyrir um hálfum mánuði síðan að taka á þessum vanskilaskuldum við leikmenn. Í dag er örlítið brot eftir af því og það verður klárað fyrir jólin. Þá getur FH sagt: Við skuldum engin laun. En auðvitað er félagið ekki að senda út tilkynningar um að það skuldi ekki – það er bara eðlilegt að skulda ekki laun. En þetta er búið að vera þungt í nokkra mánuði og menn kannski ekki nógu duglegir að klára málin,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH við Fréttablaðið í dag.

Allt á suðupunkti hjá FH: Ágreiningurinn er peningalegs eðlis – Foreldrar segja sig frá störfum

„Þetta var lán, það var ekki verið að taka neina peninga. En þau sem voru í BUR vildu ekki lána peninginn. Það var ágreiningur um upphæðir. Smáar í mínum huga í félagi sem hefur fjárstreymi upp á einn og hálfan milljarð,“ segir Viðar.

Eins og við sögðum frá í gær hefur FH tekist að lækka launakostnað við leikmenn um 20 prósent, eða svo. Þetta hefur hjálpað félaginu að rétta skútuna við.

„Það þarf að fara í svona mál og það var gert. Ég veit að fjölmörg félög skulda leikmönnum laun, hvort þau skulda jafn mikið veit ég ekki, en fullt af félögum skulda laun og hafa gert í lengri tíma. Það er ekkert gaman að vita af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lærisveinar Hemma Hreiðars sigruðu toppliðið – Æsispennandi toppbarátta

Lærisveinar Hemma Hreiðars sigruðu toppliðið – Æsispennandi toppbarátta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jamie Vardy með þrennu í sigri á Manchester City

Jamie Vardy með þrennu í sigri á Manchester City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik vann stórsigur á ÍBV

Breiðablik vann stórsigur á ÍBV
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern Munchen árið 2020

Fyrsta tap Bayern Munchen árið 2020
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Kynþokkafyllsta íþróttakona heims“ þjálfar knattspyrnuliðið – „Ég vanmat þetta stórlega“

„Kynþokkafyllsta íþróttakona heims“ þjálfar knattspyrnuliðið – „Ég vanmat þetta stórlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Patrik Gunnarsson hélt hreinu í sínum fyrsta leik í byrjunarliði

Patrik Gunnarsson hélt hreinu í sínum fyrsta leik í byrjunarliði
433Sport
Í gær

Valur valtaði yfir Fylki – Stórleikur í næstu umferð

Valur valtaði yfir Fylki – Stórleikur í næstu umferð
433Sport
Í gær

Albert með stoðsendingu í jafntefli – Íslendingar að spila víðsvegar í Evrópu

Albert með stoðsendingu í jafntefli – Íslendingar að spila víðsvegar í Evrópu